Dómsmálaráðherra mætti í bíó á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2019 19:15 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti óvænt í fangelsið á Litla Hrauni í gær til að fara þar í bíó og hlusta á fyrirlestur um endurvinnslu og flokkun á sorpi í fangelsinu. Það er mjög sjaldgæft að almenningi sé hleypt inn í fangelsið á Litla Hrauni og hvað þá til að fara þangað í bíó í íþróttasalnum. Það gerðist þó í gær þegar kvikmyndahátíðin Brim fór fram á Eyrarbakka þar sem nokkrar kvikmyndir um plast og skaðsemi þess voru sýndar á mismunandi stöðum í þorpinu, m.a. á Litla Hrauni. Þar var boðið upp á veitingar, reyndar ekki popp og kók en kaffi, gos og nammi með myndinni. Áður en kvikmyndin var sett í gang hélt Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins fróðlegt erindi um flokkun á sorpi og endurvinnslu í fangelsinu. Það kom gestum á óvart og ekki síst Halldóri Vali og fangavörðum á staðnum þegar nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti óvænt í íþróttahúsið með vinkonu sinni til að horfa á myndina og hlusta á fyrirlesturinn. Fram kom hjá Halldóri Vali að endurvinnsla er eitt af verkefnum fangelsisins, sem atvinnumál hjá föngum en bílfarmar frá Íslenska Gámafélaginu koma í hverri viku í fangelsið með ónýt raftæki, sem fangarnir sjá um að flokka. „Þarna erum við ekki fyrir neinum, við erum ekki í samkeppni við vernduðu vinnustaðina og við erum ekki í samkeppni við atvinnulífið. Þarna erum við búin að finna þann vettvang, sem við teljum að sé okkar vettvangur í atvinnustarfsemi og erum sífellt að reyna að finna fleiri svona verkefni“, segir Halldór Valur.Góð stemming var í íþróttahúsinu á Litla Hrauni þar sem bíósýningin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mörg þvagsýni eru tekin á Litla Hrauni á hverju ári. „Við erum að taka þúsund þvagsýni af skjólstæðingum á hverju ári. Það eru einnota glös í kringum það, ofsalega mikið plastumhverfi“. Halldór Valur segir og starfsmenn á Litla Hrauni og fangar séu jákvæðir fyrir flokkun og endurvinnslu og allir ætli að gera sitt best til að vinna á jákvæðan hátt fyrir umhverfið. „Ég vona bara á næstu kvikmyndahátíð á Eyrarbakka og við verðum aftur þátttakendur á þá getum við bara farið yfir það hvaða markmiðum verðum búin að ná þá því við erum bara farin af stað hér og nú“, segir Halldór Valur. Halldór Valur kom víða við í erindi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Fangelsismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti óvænt í fangelsið á Litla Hrauni í gær til að fara þar í bíó og hlusta á fyrirlestur um endurvinnslu og flokkun á sorpi í fangelsinu. Það er mjög sjaldgæft að almenningi sé hleypt inn í fangelsið á Litla Hrauni og hvað þá til að fara þangað í bíó í íþróttasalnum. Það gerðist þó í gær þegar kvikmyndahátíðin Brim fór fram á Eyrarbakka þar sem nokkrar kvikmyndir um plast og skaðsemi þess voru sýndar á mismunandi stöðum í þorpinu, m.a. á Litla Hrauni. Þar var boðið upp á veitingar, reyndar ekki popp og kók en kaffi, gos og nammi með myndinni. Áður en kvikmyndin var sett í gang hélt Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins fróðlegt erindi um flokkun á sorpi og endurvinnslu í fangelsinu. Það kom gestum á óvart og ekki síst Halldóri Vali og fangavörðum á staðnum þegar nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti óvænt í íþróttahúsið með vinkonu sinni til að horfa á myndina og hlusta á fyrirlesturinn. Fram kom hjá Halldóri Vali að endurvinnsla er eitt af verkefnum fangelsisins, sem atvinnumál hjá föngum en bílfarmar frá Íslenska Gámafélaginu koma í hverri viku í fangelsið með ónýt raftæki, sem fangarnir sjá um að flokka. „Þarna erum við ekki fyrir neinum, við erum ekki í samkeppni við vernduðu vinnustaðina og við erum ekki í samkeppni við atvinnulífið. Þarna erum við búin að finna þann vettvang, sem við teljum að sé okkar vettvangur í atvinnustarfsemi og erum sífellt að reyna að finna fleiri svona verkefni“, segir Halldór Valur.Góð stemming var í íþróttahúsinu á Litla Hrauni þar sem bíósýningin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mörg þvagsýni eru tekin á Litla Hrauni á hverju ári. „Við erum að taka þúsund þvagsýni af skjólstæðingum á hverju ári. Það eru einnota glös í kringum það, ofsalega mikið plastumhverfi“. Halldór Valur segir og starfsmenn á Litla Hrauni og fangar séu jákvæðir fyrir flokkun og endurvinnslu og allir ætli að gera sitt best til að vinna á jákvæðan hátt fyrir umhverfið. „Ég vona bara á næstu kvikmyndahátíð á Eyrarbakka og við verðum aftur þátttakendur á þá getum við bara farið yfir það hvaða markmiðum verðum búin að ná þá því við erum bara farin af stað hér og nú“, segir Halldór Valur. Halldór Valur kom víða við í erindi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Fangelsismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira