Draumarnir rættust með háskólanámi í heimabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2019 21:00 Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri. Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað. „Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Stefnu.VísirFyrirtækið hefur vaxið um 20 prósent á ári og á síðustu tólf mánuðum hafa fimm nýjir starfsmenn tekið til starfa á Akureyri, ígildi þess að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðið 50 manns til starfa, að mati Matthíasar „Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías. Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur. „Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías. Starfsmönnum Stefnu hefur fjölgakð jafnt og þétt.Vísir/Tryggvi PállHefði ekki látið slag standa Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til. Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám? „Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri. Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað. „Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Stefnu.VísirFyrirtækið hefur vaxið um 20 prósent á ári og á síðustu tólf mánuðum hafa fimm nýjir starfsmenn tekið til starfa á Akureyri, ígildi þess að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðið 50 manns til starfa, að mati Matthíasar „Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías. Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur. „Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías. Starfsmönnum Stefnu hefur fjölgakð jafnt og þétt.Vísir/Tryggvi PállHefði ekki látið slag standa Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til. Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám? „Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira