Engin búin að æla enn þá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2019 13:10 Marglyttur á sundi nú skömmu fyrir hádegi. Mynd/Aðsend Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma. Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma.
Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18