Með margra milljóna úr í sparnaðarherferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 06:15 Pétur Kiernan lifir hátt, ef marka má myndir á Instagram. Fréttablaðið/Ernir Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni. Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni.
Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira