Framsetning Hlyns skýrir áhrif skattbreytinga á fólkið í landinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2019 15:00 Athygli vekur að Hlynur starfar í fjármálaráðuneytinu. Vinna hans hvað þessa framsetningu ræðir er hins vegar að eigin frumkvæði í frítíma. Hlynur Hallgrímsson „fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.Athugasemd ritstjórnar: Svo mikil umferð er á síðu Hlyns eftir að frétt Vísis birtist að hún liggur tímabundið niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi tekur aðeins skamma stund. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingarnar á dögunum. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlaði að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en árið hafði verið áætlað. Lækkunin ætti að koma að fullu fram árið 2021 en ekki 2022 eins og stefnt hafi verið að. „En hvaða áhrif hefur þetta fyrir mig?“ spyr vafalítið einn eða fleiri skattgreiðandi. Hlynur Hallgrímsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, hefur svarað þessu með eins einfaldri framsetningu og líklega hægt er að bjóða upp á. https://t.co/3iG3SFpVzHFékk flugu í hausinn um helgina að búa til smá kennslu-mælaborð fyrir tekjuskattskerfi. Ætla að pósta hér þegar það update-ast. Forsíðan = tvö waterfall plot.Þetta er bara mitt persónulega kvölddund og birt án nokkurar ábyrgðar (þetta er samt rétt) pic.twitter.com/bE8NEriDZw— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 9, 2019 Hlynur býður fólki að slá einfaldlega inn launin sín og sjá þar hvernig skattbyrðin breytist, hvernig nýttur persónuafsláttur breytist og að endingu, það sem allir eru að pæla í, hver breytingin verður á ráðstöfunartekjum. Þannig má sjá að ráðstöfunartekjur manns með 300 þúsund krónur í laun fara úr tæplega 240 þúsund krónum á mánuði árið 2019 í 242.500 krónur árið 2020 og tæplega 249 þúsund krónur árið 2021. Þær hækka því um níu þúsund krónur með breytingunum. „Ég er bara að leika mér að setja þetta upp á þann veg sem ég vil hafa þetta,“ segir Hlynur léttur í samtali við Vísi. Þetta sé alfarið gæluverkefnið hans og hafi aðeins tekið nokkra tíma. Á kvöldin að loknum vinnudegi. Það hjálpi til að hann þekki gögnin vel úr vinnu sinni í ráðuneytinu.Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga á föstudag.Fréttablaðið/AntonHann noti „open source“ tól sem sé honum að kostnaðarlausu. Þó ekki fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. „Ef ráðuneytið vildi setja fram gögnin með þessum hætti þá myndi kostnaðurinn hlaupa á milljónum,“ segir Hlynur. Framsetning Hlyns hefur vakið töluverða athygli og strax komnar fram óskir að hann taki inn í myndina greiðslur launþega starfsmanns. Þar falla undir greiðslur í lífeyrissjóð, tryggingagjald, gjald í stéttarfélag og borið saman við það sem endi í vasa launþegans. Hlynur tekur fram að miðað sé við 4% skattfrjálsan frádrátt í lífeyrissjóð til að fá tekjuskattsstofn viðkomandi. Það þýðir að fyrir fólk sem greiðir ekki 4% af tekjuskattsskyldum tekjum sínum í lífeyrissjóð, t.d. öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, þarf að líta á tekjuskattsstofninn sem birtist á grafinu, frekar en að fara eftir mánaðarlaunastikunni. „Á næstu dögum hyggst ég bæta við þeirri virkni að leyfa notandanum að velja frádráttarprósentu sína til að gera framsetninguna skýrari.“Tól Hlyns má skoða hér. Fjárlagafrumvarp 2020 Kjaramál Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hlynur Hallgrímsson „fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.Athugasemd ritstjórnar: Svo mikil umferð er á síðu Hlyns eftir að frétt Vísis birtist að hún liggur tímabundið niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi tekur aðeins skamma stund. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingarnar á dögunum. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlaði að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en árið hafði verið áætlað. Lækkunin ætti að koma að fullu fram árið 2021 en ekki 2022 eins og stefnt hafi verið að. „En hvaða áhrif hefur þetta fyrir mig?“ spyr vafalítið einn eða fleiri skattgreiðandi. Hlynur Hallgrímsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, hefur svarað þessu með eins einfaldri framsetningu og líklega hægt er að bjóða upp á. https://t.co/3iG3SFpVzHFékk flugu í hausinn um helgina að búa til smá kennslu-mælaborð fyrir tekjuskattskerfi. Ætla að pósta hér þegar það update-ast. Forsíðan = tvö waterfall plot.Þetta er bara mitt persónulega kvölddund og birt án nokkurar ábyrgðar (þetta er samt rétt) pic.twitter.com/bE8NEriDZw— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 9, 2019 Hlynur býður fólki að slá einfaldlega inn launin sín og sjá þar hvernig skattbyrðin breytist, hvernig nýttur persónuafsláttur breytist og að endingu, það sem allir eru að pæla í, hver breytingin verður á ráðstöfunartekjum. Þannig má sjá að ráðstöfunartekjur manns með 300 þúsund krónur í laun fara úr tæplega 240 þúsund krónum á mánuði árið 2019 í 242.500 krónur árið 2020 og tæplega 249 þúsund krónur árið 2021. Þær hækka því um níu þúsund krónur með breytingunum. „Ég er bara að leika mér að setja þetta upp á þann veg sem ég vil hafa þetta,“ segir Hlynur léttur í samtali við Vísi. Þetta sé alfarið gæluverkefnið hans og hafi aðeins tekið nokkra tíma. Á kvöldin að loknum vinnudegi. Það hjálpi til að hann þekki gögnin vel úr vinnu sinni í ráðuneytinu.Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga á föstudag.Fréttablaðið/AntonHann noti „open source“ tól sem sé honum að kostnaðarlausu. Þó ekki fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. „Ef ráðuneytið vildi setja fram gögnin með þessum hætti þá myndi kostnaðurinn hlaupa á milljónum,“ segir Hlynur. Framsetning Hlyns hefur vakið töluverða athygli og strax komnar fram óskir að hann taki inn í myndina greiðslur launþega starfsmanns. Þar falla undir greiðslur í lífeyrissjóð, tryggingagjald, gjald í stéttarfélag og borið saman við það sem endi í vasa launþegans. Hlynur tekur fram að miðað sé við 4% skattfrjálsan frádrátt í lífeyrissjóð til að fá tekjuskattsstofn viðkomandi. Það þýðir að fyrir fólk sem greiðir ekki 4% af tekjuskattsskyldum tekjum sínum í lífeyrissjóð, t.d. öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, þarf að líta á tekjuskattsstofninn sem birtist á grafinu, frekar en að fara eftir mánaðarlaunastikunni. „Á næstu dögum hyggst ég bæta við þeirri virkni að leyfa notandanum að velja frádráttarprósentu sína til að gera framsetninguna skýrari.“Tól Hlyns má skoða hér.
Fjárlagafrumvarp 2020 Kjaramál Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira