Gerir ráð fyrir nýrri verksmiðju á allra næstu árum Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 11:30 Jón Ólafsson mætti í Bítið í morgun. Vísir/Bylgjan/Anton Brink Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón. Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón.
Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26