Vöndum til verka Unnur Pétursdóttir skrifar 13. september 2019 14:30 Töluverð umræða hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands að bjóða út þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, með tilvísan í lög um opinber innkaup frá 2016. Lögin eru skýr um þetta efni: Sértæk þjónusta sjúkraþjálfara við sjúklinga er útboðsskyld. Það er sama hversu réttmæt eða ógeðfelld okkur þykir sú ráðstöfun að bjóða út þjónustu við sjúklinga á þessum örlitla heilbrigðismarkaði , við verðum að una því að sinni. Sjúkraþjálfarar vilja eiga gott samstarf við Sjúkratryggingar Íslands og önnur yfirvöld um það hvernig staðið verður að þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarfyrirtækja við sjúklinga. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að útboði á þjónustunni. Okkar óskir eru einfaldar: Við þurfum að fresta útboðinu. Það er ekki forsvaranlegt að umbylta starfsumhverfi sjúkraþjálfara, ætla starfsstéttinni að endurskipuleggja alla sína starfsemi, á aðeins fáeinum vikum. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu seint í ágúst að útboðið færi fram og einhliða framlengdur starfssamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rynni út í lok þessa mánaðar. Svo stuttur fyrirvari dugar ekki. Rétt er að gildandi lög hafa legið fyrir frá 2016, en það varð ekki ljóst fyrr en nýverið hvernig þeim á að framfylgja. Fjölmargt þarf að skýra betur. Útboðsgögnin þarf að bæta og til þess þarf að fá sjúkraþjálfara að borðinu, þá sem þekkja starfsemina og það sem taka verður með í reikninginn. Ég nefni nokkur atriði: Taka verður tillit til menntunar, reynslu og sérhæfingar sjúkraþjálfara, líka mismunandi húsnæðiskostnaðar stofanna, sem starfa í ólíkum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sjúkraþjálfarar áhyggjur af því hvernig tryggja eigi öllum sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu í nýju samkeppnisumhverfi. Er ekki skynsamlegt að hinkra með útboð þar til fyrir liggur hver stefna ríkisins er í endurhæfingarmálum - að útboð miðist við markaða stefnu? Skýrsla um stefnumótun í endurhæfingu er væntanleg í mars á komandi ári. Þó fullyrt sé að þar sé ekki fjallað um greiðsluþátttöku eða rekstrarform , þá er ómögulegt að horfa framhjá þeim þáttum þegar um er að ræða forgangsröðun í útboði. Hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa hlýtur að taka mið af stefnu heilbrigðisyfirvalda í endurhæfingarmálum. Sjúkraþjálfarar hafa skiljanlegar áhyggjur af því að útboðið sé ekki nógu vel undirbúið og grundað. Allir þurfa meiri tíma. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, sjúklinga, sjúkraþjálfara og yfirvalda að þessi viðamikla breyting á kerfi sjúkraþjálfunar gangi vel og verði til heilla.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands að bjóða út þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, með tilvísan í lög um opinber innkaup frá 2016. Lögin eru skýr um þetta efni: Sértæk þjónusta sjúkraþjálfara við sjúklinga er útboðsskyld. Það er sama hversu réttmæt eða ógeðfelld okkur þykir sú ráðstöfun að bjóða út þjónustu við sjúklinga á þessum örlitla heilbrigðismarkaði , við verðum að una því að sinni. Sjúkraþjálfarar vilja eiga gott samstarf við Sjúkratryggingar Íslands og önnur yfirvöld um það hvernig staðið verður að þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarfyrirtækja við sjúklinga. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að útboði á þjónustunni. Okkar óskir eru einfaldar: Við þurfum að fresta útboðinu. Það er ekki forsvaranlegt að umbylta starfsumhverfi sjúkraþjálfara, ætla starfsstéttinni að endurskipuleggja alla sína starfsemi, á aðeins fáeinum vikum. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu seint í ágúst að útboðið færi fram og einhliða framlengdur starfssamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rynni út í lok þessa mánaðar. Svo stuttur fyrirvari dugar ekki. Rétt er að gildandi lög hafa legið fyrir frá 2016, en það varð ekki ljóst fyrr en nýverið hvernig þeim á að framfylgja. Fjölmargt þarf að skýra betur. Útboðsgögnin þarf að bæta og til þess þarf að fá sjúkraþjálfara að borðinu, þá sem þekkja starfsemina og það sem taka verður með í reikninginn. Ég nefni nokkur atriði: Taka verður tillit til menntunar, reynslu og sérhæfingar sjúkraþjálfara, líka mismunandi húsnæðiskostnaðar stofanna, sem starfa í ólíkum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sjúkraþjálfarar áhyggjur af því hvernig tryggja eigi öllum sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu í nýju samkeppnisumhverfi. Er ekki skynsamlegt að hinkra með útboð þar til fyrir liggur hver stefna ríkisins er í endurhæfingarmálum - að útboð miðist við markaða stefnu? Skýrsla um stefnumótun í endurhæfingu er væntanleg í mars á komandi ári. Þó fullyrt sé að þar sé ekki fjallað um greiðsluþátttöku eða rekstrarform , þá er ómögulegt að horfa framhjá þeim þáttum þegar um er að ræða forgangsröðun í útboði. Hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa hlýtur að taka mið af stefnu heilbrigðisyfirvalda í endurhæfingarmálum. Sjúkraþjálfarar hafa skiljanlegar áhyggjur af því að útboðið sé ekki nógu vel undirbúið og grundað. Allir þurfa meiri tíma. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, sjúklinga, sjúkraþjálfara og yfirvalda að þessi viðamikla breyting á kerfi sjúkraþjálfunar gangi vel og verði til heilla.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun