Ólafur: Risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja þetta jöfnunarmark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 19:44 Ólafur var ekki par sáttur með rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk. Vísir/Vilhelm „Það er við hæfi að óska knattspyrnufélaginu Víkingi og leikmönnum til hamingju með bikarmeistaratitilinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Hvað fer úrskeiðis í sjálfu sér er risastór ákvörðun sem er tekin af fjórða dómara leiksins sem hefur áhrif á leikinn. Þetta var jafn leikur, tilviljun að hann fer í hendina í vítaspyrnunni, bæði lið að spila prýðilega við erfiðar aðstæður.“ „Það er risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja jöfnunarmark,“ sagði Ólafur og átti þar við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk fyrir að stíga, að því virtist óvart, á bringuna á Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að þeir börðust um boltann. Ólafur var spurður frekar út í rauða spjaldið. „Þetta var alveg glórulaus ákvörðun. Það er svo fjarri því að þetta sé ásetningur að stíga ofan á hann eins og við upplifðum það hérna. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar þar sem fjórði dómari ákveður allt í einu að horfa á leikinn og taka ákvörðun.“ „En svo eru auðvitað hlutir í leiknum og annað sem hefðu eflaust getað verið betri þegar þú tapar en þetta var svona leikur þar sem ákveðnar tilviljanir réðu og erfiðar aðstæður,“ sagði Ólafur einnig um leikinn. „4-4-2 tígull, frískir leikmenn, solid vörn. Vorum ánægðir með að koma inn í hálfleikinn eins og staðan var eftir að hafa verið með vindinn í fangið og töluðum um að setja pressu á þá í seinni hálfleik. En því miður var það slegið úr höndunum á okkur,“ sagði Ólafur aðspurður út í hvort eitthvað hefði komið FH-ingum á óvart í uppleggi Víkinga. „Já við munum vinna þá alla,“ var svo svar Ólafs við síðustu spurningu dagsins þegar hann var spurður hvort tapið í dag myndi hafa einhver áhrif á síðustu leiki FH í deildinni. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 „Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
„Það er við hæfi að óska knattspyrnufélaginu Víkingi og leikmönnum til hamingju með bikarmeistaratitilinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Hvað fer úrskeiðis í sjálfu sér er risastór ákvörðun sem er tekin af fjórða dómara leiksins sem hefur áhrif á leikinn. Þetta var jafn leikur, tilviljun að hann fer í hendina í vítaspyrnunni, bæði lið að spila prýðilega við erfiðar aðstæður.“ „Það er risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja jöfnunarmark,“ sagði Ólafur og átti þar við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk fyrir að stíga, að því virtist óvart, á bringuna á Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að þeir börðust um boltann. Ólafur var spurður frekar út í rauða spjaldið. „Þetta var alveg glórulaus ákvörðun. Það er svo fjarri því að þetta sé ásetningur að stíga ofan á hann eins og við upplifðum það hérna. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar þar sem fjórði dómari ákveður allt í einu að horfa á leikinn og taka ákvörðun.“ „En svo eru auðvitað hlutir í leiknum og annað sem hefðu eflaust getað verið betri þegar þú tapar en þetta var svona leikur þar sem ákveðnar tilviljanir réðu og erfiðar aðstæður,“ sagði Ólafur einnig um leikinn. „4-4-2 tígull, frískir leikmenn, solid vörn. Vorum ánægðir með að koma inn í hálfleikinn eins og staðan var eftir að hafa verið með vindinn í fangið og töluðum um að setja pressu á þá í seinni hálfleik. En því miður var það slegið úr höndunum á okkur,“ sagði Ólafur aðspurður út í hvort eitthvað hefði komið FH-ingum á óvart í uppleggi Víkinga. „Já við munum vinna þá alla,“ var svo svar Ólafs við síðustu spurningu dagsins þegar hann var spurður hvort tapið í dag myndi hafa einhver áhrif á síðustu leiki FH í deildinni.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 „Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
„Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00