Arnar: Breytingin á hópnum á 10 mánuðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 20:07 Arnar alsæll að leik loknum. Vísir/Vilhelm „Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann