Guðmundur Helgi: Er alltaf bjartsýnn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2019 16:12 Guðmundur Helgi og strákarnir hans eru enn án stiga í Olís-deildinni. vísir/bára Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var nokkuð brattur þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir ÍBV, 23-27, í 2. umferð Olís-deildar karla í dag. „Ég er sáttur með að við spiluðum betur en í síðasta leik. Við gáfum einu besta liði Íslands hörkuleik. Mér fannst brottvísanirnar sem Toggi fékk ódýrar og það setti strik í reikninginn en allir hinir stóðu sig þokkalega,“ sagði Guðmundur og vísaði til þess að Þorgrímur Smári Ólafsson fékk þrjár tveggja mínútna brottvísanir í fyrri hálfleik. Hann lék því ekkert í þeim seinni og munaði um minna. Fram skoraði bara 14 mörk gegn Val í 1. umferðinni en sóknarleikurinn var mun betri í dag. Framarar spiluðu með sjö í sókn allan tímann. „Við vorum búnir að ákveða þetta fyrir löngu og náðum loks að æfa þetta í vikunni. Þetta virkaði ágætlega og við ætluðum að koma þeim á óvart. Svo er aldrei að vita hvað maður gerir næst,“ sagði Guðmundur. „Við þurftum að fara þessa leið gegn þessari vörn og þetta gekk upp í 45-50 mínútur. En við töpuðum boltanum of oft og þurfum að æfa þetta betur.“ Guðmundur var þokkalega sáttur með vörnina en vildi fá fleiri varða bolta. „Okkur vantaði bara markvörslu í fyrri hálfleik. Lalli [Lárus Helgi Ólafsson] byrjaði ágætlega en datt svo niður á meðan Bjössi [Björn Viðar Björnsson] lokaði hjá þeim og varði helling í fyrri hálfleik,“ sagði Guðmundur. Næsti leikur Fram er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum eftir viku. „Ég er alltaf bjartsýnn. Við höldum áfram, förum í hvern leik til að vinna og höfum gaman að þessu. Vonandi skilar það stigum,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var nokkuð brattur þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir ÍBV, 23-27, í 2. umferð Olís-deildar karla í dag. „Ég er sáttur með að við spiluðum betur en í síðasta leik. Við gáfum einu besta liði Íslands hörkuleik. Mér fannst brottvísanirnar sem Toggi fékk ódýrar og það setti strik í reikninginn en allir hinir stóðu sig þokkalega,“ sagði Guðmundur og vísaði til þess að Þorgrímur Smári Ólafsson fékk þrjár tveggja mínútna brottvísanir í fyrri hálfleik. Hann lék því ekkert í þeim seinni og munaði um minna. Fram skoraði bara 14 mörk gegn Val í 1. umferðinni en sóknarleikurinn var mun betri í dag. Framarar spiluðu með sjö í sókn allan tímann. „Við vorum búnir að ákveða þetta fyrir löngu og náðum loks að æfa þetta í vikunni. Þetta virkaði ágætlega og við ætluðum að koma þeim á óvart. Svo er aldrei að vita hvað maður gerir næst,“ sagði Guðmundur. „Við þurftum að fara þessa leið gegn þessari vörn og þetta gekk upp í 45-50 mínútur. En við töpuðum boltanum of oft og þurfum að æfa þetta betur.“ Guðmundur var þokkalega sáttur með vörnina en vildi fá fleiri varða bolta. „Okkur vantaði bara markvörslu í fyrri hálfleik. Lalli [Lárus Helgi Ólafsson] byrjaði ágætlega en datt svo niður á meðan Bjössi [Björn Viðar Björnsson] lokaði hjá þeim og varði helling í fyrri hálfleik,“ sagði Guðmundur. Næsti leikur Fram er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum eftir viku. „Ég er alltaf bjartsýnn. Við höldum áfram, förum í hvern leik til að vinna og höfum gaman að þessu. Vonandi skilar það stigum,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15