Fyrsta skrefið í rétta átt hjá Víkingi Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2019 07:30 Sölvi fagnaði bikarmeistaratitli í fimmta sinn á ferlinum um helgina en nú með uppeldisfélagi sínu, átján árum eftir að hann steig fyrstu skref sín með meistaraflokki Víkings. Fréttablaðið/Valli „Þessi er í efsta sæti, sá langstærsti á ferlinum, það er engin spurning. Enginn af hinum titlunum kemst í nálægð við þennan, að ná að vinna titilinn fyrir framan fjölskylduna og fólkið í hverfinu,“ segir Sölvi Geir Ottesen brosandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurður út í tilfinninguna að vinna bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu, Víkingi Reykjavík, um helgina. Sölva féll sá heiður í skaut að lyfta bikarnum í leikslok eftir verðskuldaðan 1-0 sigur Víkings á FH. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sölva á ferlinum en hann varð tvívegis bikarmeistari með Djurgården, bikarmeistari með FC Kaupmannahöfn í Danmörku og með Jiangsu Sainty í Kína. Með þessu tókst Víkingi að brjóta þykkan ís og vinna sinn fyrsta titil í knattspyrnu í 28 ár eða frá því að Víkingar urðu Íslandsmeistarar árið 1991. Sölvi er einn þriggja leikmanna sem komu við sögu í gær sem voru fæddir þegar Víkingur vann síðast titil en hinir eru Þórður Ingason og Halldór Smári Sigurðsson. Enginn leikmaður liðsins var fæddur þegar Víkingur vann fyrri bikarmeistaratitil sinn árið 1971, ekki heldur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari félagsins. „Ég og Halldór Smári munum lítið eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1991, Kári man eitthvað eftir þessu en það var löngu kominn tími á þetta. Maður er í þessu til að vinna titla en ekki bara til að vera með. Fyrir leikmennina í hópnum sem hafa ekki unnið titla á ferlinum er þetta frábær reynsla, að fá að upplifa það að taka við titli.“ Sölvi var einn þriggja leikmanna yfir þrítugt í liði Víkings og hrósaði yngri leikmönnum liðsins. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru búnir að taka út heilmikinn þroska frá því í byrjun móts og taka skref upp á við. Núna er það undir okkur komið að byggja ofan á þetta og halda áfram í staðinn fyrir að láta líða langan tíma á milli titla. Núna er markmiðið sett á að enda tímabilið af krafti og bæta stigamet félagsins í efstu deild, það verður gulrótin okkar það sem eftir lifir tímabilsins. Svo verður hópurinn styrktur og við stefnum hærra,“ segir fyrirliðinn og tekur undir að titlar séu lím sem haldi leikmannahópum saman. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi mörgum hjá félaginu, þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér. Það hættulegasta í stöðunni er að menn verði saddir og sofni á verðinum. Á næsta ári þurfa allir að gera betur og þá getum við kannski gert atlögu að þeim stóra. Þetta eru flottir strákar og með réttri kænsku eru allir möguleikar opnir fyrir þetta félag. Við ætlum að koma í veg fyrir að jafn langt líði næst á milli titla hjá félaginu.“ Í aðdraganda leiksins var nafn Kára Árnasonar helst í umræðunni eftir að miðvörðurinn meiddist í landsleik Íslands í síðustu viku. Aðspurður út í hlutdeild Kára í titlinum fer Sölvi fögrum orðum um félaga sinn. „Hann á stóran þátt í því að koma okkur í þennan leik og í hálfleik hjálpaði hann til, talaði við menn og lét vel í sér heyra. Hann lagði sitt af mörkum í þessum titli,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það var ekki hægt að gera neitt í þessum meiðslum, þau komu upp og þá kom næsti maður inn. Auðvitað var það fúlt fyrir Kára en hann fékk að fara á HM og EM svo að það er ekki hægt að vorkenna honum of mikið,“ segir Sölvi léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mjólkurbikarinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
„Þessi er í efsta sæti, sá langstærsti á ferlinum, það er engin spurning. Enginn af hinum titlunum kemst í nálægð við þennan, að ná að vinna titilinn fyrir framan fjölskylduna og fólkið í hverfinu,“ segir Sölvi Geir Ottesen brosandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurður út í tilfinninguna að vinna bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu, Víkingi Reykjavík, um helgina. Sölva féll sá heiður í skaut að lyfta bikarnum í leikslok eftir verðskuldaðan 1-0 sigur Víkings á FH. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sölva á ferlinum en hann varð tvívegis bikarmeistari með Djurgården, bikarmeistari með FC Kaupmannahöfn í Danmörku og með Jiangsu Sainty í Kína. Með þessu tókst Víkingi að brjóta þykkan ís og vinna sinn fyrsta titil í knattspyrnu í 28 ár eða frá því að Víkingar urðu Íslandsmeistarar árið 1991. Sölvi er einn þriggja leikmanna sem komu við sögu í gær sem voru fæddir þegar Víkingur vann síðast titil en hinir eru Þórður Ingason og Halldór Smári Sigurðsson. Enginn leikmaður liðsins var fæddur þegar Víkingur vann fyrri bikarmeistaratitil sinn árið 1971, ekki heldur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari félagsins. „Ég og Halldór Smári munum lítið eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1991, Kári man eitthvað eftir þessu en það var löngu kominn tími á þetta. Maður er í þessu til að vinna titla en ekki bara til að vera með. Fyrir leikmennina í hópnum sem hafa ekki unnið titla á ferlinum er þetta frábær reynsla, að fá að upplifa það að taka við titli.“ Sölvi var einn þriggja leikmanna yfir þrítugt í liði Víkings og hrósaði yngri leikmönnum liðsins. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru búnir að taka út heilmikinn þroska frá því í byrjun móts og taka skref upp á við. Núna er það undir okkur komið að byggja ofan á þetta og halda áfram í staðinn fyrir að láta líða langan tíma á milli titla. Núna er markmiðið sett á að enda tímabilið af krafti og bæta stigamet félagsins í efstu deild, það verður gulrótin okkar það sem eftir lifir tímabilsins. Svo verður hópurinn styrktur og við stefnum hærra,“ segir fyrirliðinn og tekur undir að titlar séu lím sem haldi leikmannahópum saman. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi mörgum hjá félaginu, þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér. Það hættulegasta í stöðunni er að menn verði saddir og sofni á verðinum. Á næsta ári þurfa allir að gera betur og þá getum við kannski gert atlögu að þeim stóra. Þetta eru flottir strákar og með réttri kænsku eru allir möguleikar opnir fyrir þetta félag. Við ætlum að koma í veg fyrir að jafn langt líði næst á milli titla hjá félaginu.“ Í aðdraganda leiksins var nafn Kára Árnasonar helst í umræðunni eftir að miðvörðurinn meiddist í landsleik Íslands í síðustu viku. Aðspurður út í hlutdeild Kára í titlinum fer Sölvi fögrum orðum um félaga sinn. „Hann á stóran þátt í því að koma okkur í þennan leik og í hálfleik hjálpaði hann til, talaði við menn og lét vel í sér heyra. Hann lagði sitt af mörkum í þessum titli,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það var ekki hægt að gera neitt í þessum meiðslum, þau komu upp og þá kom næsti maður inn. Auðvitað var það fúlt fyrir Kára en hann fékk að fara á HM og EM svo að það er ekki hægt að vorkenna honum of mikið,“ segir Sölvi léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mjólkurbikarinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn