„Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín. Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum. „Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15 Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín. Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum. „Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15 Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15
Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38
Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58