Rúnar Kristinsson eftir að landa 27. Íslandsmeistaratitli KR: Ég er hrærður yfir þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2019 21:49 Kóngurinn í KR. vísir/bára „Ég veit það ekki, ég er hrærður yfir þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna hérna, að klára þetta sjálfir og vinna leikinn. Því þá var þetta aldrei nein spurning og við komum hingað til að vinna,“ sagði tárvotur Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. Sigurinn tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og er þetta í allavega annað skiptið sem KR fagnar titlinum á Hlíðarenda, heimavelli erkifjenda þeirra í Val. „Við komum hingað til að sækja, ætluðum okkur að pressa Val og ekki gefa þeim neinn tíma til að spila sinn leik. Við gerðum það alveg ofboðslega vel,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Rúnar var spurður út í hvað titillinn þýddi fyrir hann og KR en áður en hann kom í viðtal gekk hann á alla starfsmenn KR sem og leikmenn og knúsaði þá innilega, með tárin í augunum. „Tárin streyma bara hérna, þetta er ótrúlega gaman. Að koma til baka eftir að ég er búinn að vera úti í nokkur ár og gera þetta á tveimur árum, að búa til sigurlið í Vesturbænum. Mér finnst það ótrúlega gaman. Það er gott að vinna fyrir þennan klúbb og fyrir fólkið í Vesturbænum,“ sagði Rúnar með tárin í augunum. Hann hélt áfram. „Ég er ótrúlega stoltur af mér, Bjarna (Guðjónssyni), Stjána (Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara), öllu teyminu mínu og ekki síst leikmönnunum sem eru tilbúnir að hlusta á okkur, fylgja okkar fyrirmælum og vinna eftir því sem við leggjum upp. Þetta er bara góð eining og eins og ég sagði við strákana í dag, sama og ég sagði fyrir fyrsta leikinn í deildinni, að ef við sýnum stuðningsmönnum okkar virkilega þykir vænt um klúbbinn okkar og merkið, förum í allar tæklingar ...“ Fleiri urðu þau orð ekki frá Rúnari að þessu sinni þar sem hann var rifinn úr viðtalinu af leikmönnum sínum og tolleraður. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
„Ég veit það ekki, ég er hrærður yfir þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna hérna, að klára þetta sjálfir og vinna leikinn. Því þá var þetta aldrei nein spurning og við komum hingað til að vinna,“ sagði tárvotur Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. Sigurinn tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og er þetta í allavega annað skiptið sem KR fagnar titlinum á Hlíðarenda, heimavelli erkifjenda þeirra í Val. „Við komum hingað til að sækja, ætluðum okkur að pressa Val og ekki gefa þeim neinn tíma til að spila sinn leik. Við gerðum það alveg ofboðslega vel,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Rúnar var spurður út í hvað titillinn þýddi fyrir hann og KR en áður en hann kom í viðtal gekk hann á alla starfsmenn KR sem og leikmenn og knúsaði þá innilega, með tárin í augunum. „Tárin streyma bara hérna, þetta er ótrúlega gaman. Að koma til baka eftir að ég er búinn að vera úti í nokkur ár og gera þetta á tveimur árum, að búa til sigurlið í Vesturbænum. Mér finnst það ótrúlega gaman. Það er gott að vinna fyrir þennan klúbb og fyrir fólkið í Vesturbænum,“ sagði Rúnar með tárin í augunum. Hann hélt áfram. „Ég er ótrúlega stoltur af mér, Bjarna (Guðjónssyni), Stjána (Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara), öllu teyminu mínu og ekki síst leikmönnunum sem eru tilbúnir að hlusta á okkur, fylgja okkar fyrirmælum og vinna eftir því sem við leggjum upp. Þetta er bara góð eining og eins og ég sagði við strákana í dag, sama og ég sagði fyrir fyrsta leikinn í deildinni, að ef við sýnum stuðningsmönnum okkar virkilega þykir vænt um klúbbinn okkar og merkið, förum í allar tæklingar ...“ Fleiri urðu þau orð ekki frá Rúnari að þessu sinni þar sem hann var rifinn úr viðtalinu af leikmönnum sínum og tolleraður.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30