Skráning á markað orðin fýsilegri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. september 2019 06:45 Skráning er ekki jafn íþyngjandi og mörg fyrirtæki búast við. Fréttablaðið/Daníel Samdráttur í lánveitingum í bankakerfinu og minni fjárfesting einstaklinga á fasteignamarkaði getur skapað tækifæri fyrir smærri fyrirtæki til að leita fjármagns á hlutabréfamarkaði. Íslensk stjórnvöld geta horft til úrræða sem Norðurlöndin hafa gripið til í því skyni að efla þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Þetta segir Baldur Thorlacius, viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland, í samtali við Fréttablaðið. Í síðustu viku hófst námskeiðið First North – næsta skref sem er á vegum Nasaq Iceland og samstarfsaðila. Um er að ræða undirbúningsnámskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja sem líta á skráningu á hlutabréfamarkað sem eitt af mögulegum framtíðarmarkmiðum sínum. Þetta er annað árið í röð sem námskeiðið er haldið og hafa tíu fyrirtæki skráð þátttöku. „Það er fyrirséð að samdráttur verði í lánveitingum hjá bönkunum og að hlutverk þeirra verði fremur að miðla fjármagni í gegnum skuldabréfaútgáfur á verðbréfamarkaði. Eins og staðan er í dag á verðbréfamarkaði má segja að smærri fyrirtæki séu að missa af lestinni og við viljum sjá til þess að svo verði ekki,“ segir Baldur. „Auk þess hafa fjárfestingar almennings farið að miklu leyti á fasteignamarkaðinn, til dæmis í kaup og útleigu á íbúðum á Airbnb, en margt bendir til þess að nú sé minna fjármagn að streyma þangað. Þannig verða eflaust tækifæri fyrir annars konar fjárfestingarkosti á komandi misserum.“ Námskeiðið fer þannig fram að einu sinni í mánuði er haldinn fundur þar sem stjórnendur fá fræðslu og lesefni frá sérfræðingum sem gagnast til að undirbúa frekari vöxt óháð því hvort fyrirtækið verði skráð á markað. Baldur segir að stjórnendur fyrirtækja sem hafi mætt á námskeiðin séu allir á sama máli um að skráning á markað sé ekki jafn íþyngjandi og þeir bjuggust við. „Skráning á markað er sú leið sem hefur sannað sig mest hér á landi eins og sjá má á ævintýralegum vexti félaga eins og Marel, Össurar og Actavis. Þau fóru öll tiltölulega snemma á markað og nýttu það til að fara í yfirtökur, vaxa og ná þeirri stöðu sem þau hafa í dag. Við viljum nota þessi dæmi sem innblástur fyrir nýsköpunarfyrirtæki morgundagsins,“ segir Baldur. Aðspurður segir Baldur að engin formleg viðmið séu um stærð fyrirtækja til að þau geti skráð sig á markað. Hann bendir jafnframt á að hið hefðbundna fyrirtæki á First North í Stokkhólmi, þar sem markaðurinn er hvað virkastur á Norðurlöndunum, sé með um 20 starfsmenn og 100 milljónir íslenskra króna í veltu. Þar megi finna mörg fyrirtæki sem réðust snemma í skráningarferli. Þá bendir hann á að stjórnvöld geti horft til úrræða sem gripið hefur verið til með farsælum hætti á hinum Norðurlöndunum til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. „Umhverfið hér er að mörgu leyti ásættanlegt en ekki framúrskarandi. Ef við berum okkur saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar þá verðum við frá næstu áramótum eina þjóðin sem er ekki búin að taka upp það sam kallast sparifjárreikningar. Það eru reikningar sem einstaklingar geta notað til þess að fjárfesta í hlutabréfum og sjóðum, og fela í sér skattalegt hagræði,“ segir Baldur. „Svíar tóku þetta upp árið 2012 og hin löndin sáu hversu vel þessir reikningar virkuðu til að efla fjármögnun smærri fyrirtækja. Útfærslurnar eru ólíkar og skattahagræðið mismikið en viðleitnin er sú sama.“ Af þeim tíu fyrirtækjum sem taka þátt í námskeiðinu eru fjögur í hugbúnaðargeiranum, fjögur í iðnaði, eitt í rannsóknum og nýsköpun og eitt í skapandi greinum. Stærð fyrirtækjanna er allt frá því að vera að hefja tekjuöflun upp í að vera með tvo milljarða króna í ársveltu. Um helmingur þeirra skilaði hagnaði á síðasta reikningsári. Á fyrsta námskeiðinu tóku 17 fyrirtæki þátt og leiddi könnun Nasdaq Iceland í ljós að af þeim ellefu fyrirtækjum sem svöruðu stefndu átta á skráningu á markað innan fimm ára. „Lokaákvörðun um skráningu tekur oft lengri tíma en maður myndi vilja en það er skiljanlegt vegna þess að þetta er stór ákvörðun.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Samdráttur í lánveitingum í bankakerfinu og minni fjárfesting einstaklinga á fasteignamarkaði getur skapað tækifæri fyrir smærri fyrirtæki til að leita fjármagns á hlutabréfamarkaði. Íslensk stjórnvöld geta horft til úrræða sem Norðurlöndin hafa gripið til í því skyni að efla þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Þetta segir Baldur Thorlacius, viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland, í samtali við Fréttablaðið. Í síðustu viku hófst námskeiðið First North – næsta skref sem er á vegum Nasaq Iceland og samstarfsaðila. Um er að ræða undirbúningsnámskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja sem líta á skráningu á hlutabréfamarkað sem eitt af mögulegum framtíðarmarkmiðum sínum. Þetta er annað árið í röð sem námskeiðið er haldið og hafa tíu fyrirtæki skráð þátttöku. „Það er fyrirséð að samdráttur verði í lánveitingum hjá bönkunum og að hlutverk þeirra verði fremur að miðla fjármagni í gegnum skuldabréfaútgáfur á verðbréfamarkaði. Eins og staðan er í dag á verðbréfamarkaði má segja að smærri fyrirtæki séu að missa af lestinni og við viljum sjá til þess að svo verði ekki,“ segir Baldur. „Auk þess hafa fjárfestingar almennings farið að miklu leyti á fasteignamarkaðinn, til dæmis í kaup og útleigu á íbúðum á Airbnb, en margt bendir til þess að nú sé minna fjármagn að streyma þangað. Þannig verða eflaust tækifæri fyrir annars konar fjárfestingarkosti á komandi misserum.“ Námskeiðið fer þannig fram að einu sinni í mánuði er haldinn fundur þar sem stjórnendur fá fræðslu og lesefni frá sérfræðingum sem gagnast til að undirbúa frekari vöxt óháð því hvort fyrirtækið verði skráð á markað. Baldur segir að stjórnendur fyrirtækja sem hafi mætt á námskeiðin séu allir á sama máli um að skráning á markað sé ekki jafn íþyngjandi og þeir bjuggust við. „Skráning á markað er sú leið sem hefur sannað sig mest hér á landi eins og sjá má á ævintýralegum vexti félaga eins og Marel, Össurar og Actavis. Þau fóru öll tiltölulega snemma á markað og nýttu það til að fara í yfirtökur, vaxa og ná þeirri stöðu sem þau hafa í dag. Við viljum nota þessi dæmi sem innblástur fyrir nýsköpunarfyrirtæki morgundagsins,“ segir Baldur. Aðspurður segir Baldur að engin formleg viðmið séu um stærð fyrirtækja til að þau geti skráð sig á markað. Hann bendir jafnframt á að hið hefðbundna fyrirtæki á First North í Stokkhólmi, þar sem markaðurinn er hvað virkastur á Norðurlöndunum, sé með um 20 starfsmenn og 100 milljónir íslenskra króna í veltu. Þar megi finna mörg fyrirtæki sem réðust snemma í skráningarferli. Þá bendir hann á að stjórnvöld geti horft til úrræða sem gripið hefur verið til með farsælum hætti á hinum Norðurlöndunum til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. „Umhverfið hér er að mörgu leyti ásættanlegt en ekki framúrskarandi. Ef við berum okkur saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar þá verðum við frá næstu áramótum eina þjóðin sem er ekki búin að taka upp það sam kallast sparifjárreikningar. Það eru reikningar sem einstaklingar geta notað til þess að fjárfesta í hlutabréfum og sjóðum, og fela í sér skattalegt hagræði,“ segir Baldur. „Svíar tóku þetta upp árið 2012 og hin löndin sáu hversu vel þessir reikningar virkuðu til að efla fjármögnun smærri fyrirtækja. Útfærslurnar eru ólíkar og skattahagræðið mismikið en viðleitnin er sú sama.“ Af þeim tíu fyrirtækjum sem taka þátt í námskeiðinu eru fjögur í hugbúnaðargeiranum, fjögur í iðnaði, eitt í rannsóknum og nýsköpun og eitt í skapandi greinum. Stærð fyrirtækjanna er allt frá því að vera að hefja tekjuöflun upp í að vera með tvo milljarða króna í ársveltu. Um helmingur þeirra skilaði hagnaði á síðasta reikningsári. Á fyrsta námskeiðinu tóku 17 fyrirtæki þátt og leiddi könnun Nasdaq Iceland í ljós að af þeim ellefu fyrirtækjum sem svöruðu stefndu átta á skráningu á markað innan fimm ára. „Lokaákvörðun um skráningu tekur oft lengri tíma en maður myndi vilja en það er skiljanlegt vegna þess að þetta er stór ákvörðun.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira