„Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2019 11:00 Eliza Reid, forsetafrú, ásamt eiginmanni sínum, Guðna Th. Jóhannessyni, þegar 100 ára afmæli fullveldis Íslands var fagnað í desember síðastliðnum. vísir/vilhelm Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. Sjálf kveðst hún leggja áherslu á að vera ekki álitin aukahlutur fyrir eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, þótt hún sé að sjálfsögðu stolt af því að vera tengd honum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Elizu en þar deilir hún skoðanagrein frá Zoe Williams, pistlahöfundi fyrir The Guardian, sem ber yfirskriftina The G7 was the final straw – world leaders‘ wives should refuse to travel with their spouses. Titilinn mætti þýða sem „G7-fundurinn var kornið sem fyllti mælinn – eiginkonur þjóðarleiðtoga ættu að hætta að ferðast með eiginmönnum sínum.“Orð Donald Tusk um eiginkonurnar segja mikið Í greininni gagnrýnir Williams það hvernig fjallað er um eiginkonur þjóðarleiðtoga þegar þær fara með þeim í erindagjörðir á borð við leiðtogafundi líkt og fundur G7-ríkjanna er. Í greininni leggur hún út af mynd sem Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, deildi á Instagram. Tusk birti stutt myndskeið sem sýndi bök þeirra Melaniu Trump, Brigitte Macron, Malgorzata Tusk og Akie Abe. Undir myndskeiðið skrifaði hann: „Melania, Brigitte, Malgosia og Akie – ljósa hlið kraftsins.“ „Þetta eru orð sem segja svo mikið: þessar konur eru sumarið við veturinn sem við mennirnir eru, viðkvæmnin við styrk okkar, ljósa hlið kraftsins okkar. Þetta var í fyrsta sinn sem mig langaði til að fara úr ESB,“ skrifar Williams. View this post on InstagramMelania, Brigitte, Małgosia and Akie - The light side of the Force. Jasna strona Mocy. #G7Biarritz A post shared by Donald Tusk (@donaldtusk) on Aug 25, 2019 at 9:33am PDT„En bíddu, er ég ekki ein af þessum konum? Já og nei“ Íslenska forsetafrúin segir að greinin hafi snert streng hjá henni. Hún ritar Facebook-færslu sína á ensku og biðst afsökunar að hafa hana ekki líka á íslensku en segir að hún geti ekki skrifað það sem hún vilji segja um málið eins vel á íslensku og ensku. Þýðing á orðum hennar er því blaðamanns. Eliza segir að grein Williams lýsi því svo vel hvernig konum þjóðarleiðtoga er oft lýst fyrst út frá fötunum þeirra eða „kvenlegum“ eiginleikum. Hún kveðst hjartanlega sammála því að á 21. öldinni sé hægt að gera betur en að gera ráð fyrir því að eiginkonur þjóðarleiðtoga hafi ekkert annað við tíma sinn að gera en þramma á eftir eiginmönnum sínum, kíkja á listasöfn, heimsækja börn eða horfa á útsýnið á meðan eiginmenn þeirra sjá um alvarlegu málin. Eliza spyr sig svo hvort hún sé ekki ein af þessum konum og svarar því bæði neitandi og játandi. Vissulega hafi hún ferðast með Guðna en hún muni ekki eftir því að hafa farið með honum á ráðstefnur eða fundi. „Þegar ég vel að ferðast með honum er það frekar í opinberum heimsóknum þar sem ég kappkosta að halda að minnsta kosti eina ræðu og/eða taka ekki aðeins þátt í „hefðbundnum“ verkefnum eiginkonunnar […] Ég ferðast oft ein en er þá engu að síður í mínu óopinbera hlutverki sem forsetafrú. Það eru bæði forréttindi og heiður sem ég er mjög þakklát fyrir,“ skrifar Eliza.Ekki handtaska eiginmannsins sem hann grípur með sér á leiðinni út Hún lýsir því svo hvernig hún reyni að taka svipaða nálgun hér heima: „Við Guðni ferðumst oft saman eða erum gestgjafar saman en mjög oft erum við ein í okkar erindagjörðum, og fyrir mig, auk þess sem ég reyni að láta rödd mína heyrast og vera virk sem forsetafrú, þá sé ég enn þá um hinn árlega viðburð Iceland Writers Retreat sem ég tók þátt í að stofna. Mér gremst þegar (það gerist æ sjaldnar) gert er ráð fyrir nærveru minni frekar en að óskað sé eftir henni. Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann hleypur út um dyrnar og er svo hljóðlát til sýnis á meðan hann kemur fram á opinberum vettvangi.“ Eliza segir svo að aftur á móti megi ekki dæma ástæður þess að eiginkonurnar ákveða að sækja tiltekna viðburði. „Ef þær eru þarna vegna þess að þær völdu það sjálfar til þess að eyða meiri tíma með eiginmönnunum, hitta gamla vini, sjá og upplifa nýja staði, tala fyrir málstað eða hönnuði, þá segi ég gott hjá þeim. En þegar samfélagið gerir ráð fyrir því að nærvera þessara kvenna sem voru ekki kosnar í þetta ólaunaða hlutverk sé bara til sýnis fyrir málefni ríkisins þá er kominn tími til að endurskoða væntingar okkar og það hvernig við skynjum þessa félaga sem venjulega eru konur.“ Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. Sjálf kveðst hún leggja áherslu á að vera ekki álitin aukahlutur fyrir eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, þótt hún sé að sjálfsögðu stolt af því að vera tengd honum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Elizu en þar deilir hún skoðanagrein frá Zoe Williams, pistlahöfundi fyrir The Guardian, sem ber yfirskriftina The G7 was the final straw – world leaders‘ wives should refuse to travel with their spouses. Titilinn mætti þýða sem „G7-fundurinn var kornið sem fyllti mælinn – eiginkonur þjóðarleiðtoga ættu að hætta að ferðast með eiginmönnum sínum.“Orð Donald Tusk um eiginkonurnar segja mikið Í greininni gagnrýnir Williams það hvernig fjallað er um eiginkonur þjóðarleiðtoga þegar þær fara með þeim í erindagjörðir á borð við leiðtogafundi líkt og fundur G7-ríkjanna er. Í greininni leggur hún út af mynd sem Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, deildi á Instagram. Tusk birti stutt myndskeið sem sýndi bök þeirra Melaniu Trump, Brigitte Macron, Malgorzata Tusk og Akie Abe. Undir myndskeiðið skrifaði hann: „Melania, Brigitte, Malgosia og Akie – ljósa hlið kraftsins.“ „Þetta eru orð sem segja svo mikið: þessar konur eru sumarið við veturinn sem við mennirnir eru, viðkvæmnin við styrk okkar, ljósa hlið kraftsins okkar. Þetta var í fyrsta sinn sem mig langaði til að fara úr ESB,“ skrifar Williams. View this post on InstagramMelania, Brigitte, Małgosia and Akie - The light side of the Force. Jasna strona Mocy. #G7Biarritz A post shared by Donald Tusk (@donaldtusk) on Aug 25, 2019 at 9:33am PDT„En bíddu, er ég ekki ein af þessum konum? Já og nei“ Íslenska forsetafrúin segir að greinin hafi snert streng hjá henni. Hún ritar Facebook-færslu sína á ensku og biðst afsökunar að hafa hana ekki líka á íslensku en segir að hún geti ekki skrifað það sem hún vilji segja um málið eins vel á íslensku og ensku. Þýðing á orðum hennar er því blaðamanns. Eliza segir að grein Williams lýsi því svo vel hvernig konum þjóðarleiðtoga er oft lýst fyrst út frá fötunum þeirra eða „kvenlegum“ eiginleikum. Hún kveðst hjartanlega sammála því að á 21. öldinni sé hægt að gera betur en að gera ráð fyrir því að eiginkonur þjóðarleiðtoga hafi ekkert annað við tíma sinn að gera en þramma á eftir eiginmönnum sínum, kíkja á listasöfn, heimsækja börn eða horfa á útsýnið á meðan eiginmenn þeirra sjá um alvarlegu málin. Eliza spyr sig svo hvort hún sé ekki ein af þessum konum og svarar því bæði neitandi og játandi. Vissulega hafi hún ferðast með Guðna en hún muni ekki eftir því að hafa farið með honum á ráðstefnur eða fundi. „Þegar ég vel að ferðast með honum er það frekar í opinberum heimsóknum þar sem ég kappkosta að halda að minnsta kosti eina ræðu og/eða taka ekki aðeins þátt í „hefðbundnum“ verkefnum eiginkonunnar […] Ég ferðast oft ein en er þá engu að síður í mínu óopinbera hlutverki sem forsetafrú. Það eru bæði forréttindi og heiður sem ég er mjög þakklát fyrir,“ skrifar Eliza.Ekki handtaska eiginmannsins sem hann grípur með sér á leiðinni út Hún lýsir því svo hvernig hún reyni að taka svipaða nálgun hér heima: „Við Guðni ferðumst oft saman eða erum gestgjafar saman en mjög oft erum við ein í okkar erindagjörðum, og fyrir mig, auk þess sem ég reyni að láta rödd mína heyrast og vera virk sem forsetafrú, þá sé ég enn þá um hinn árlega viðburð Iceland Writers Retreat sem ég tók þátt í að stofna. Mér gremst þegar (það gerist æ sjaldnar) gert er ráð fyrir nærveru minni frekar en að óskað sé eftir henni. Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann hleypur út um dyrnar og er svo hljóðlát til sýnis á meðan hann kemur fram á opinberum vettvangi.“ Eliza segir svo að aftur á móti megi ekki dæma ástæður þess að eiginkonurnar ákveða að sækja tiltekna viðburði. „Ef þær eru þarna vegna þess að þær völdu það sjálfar til þess að eyða meiri tíma með eiginmönnunum, hitta gamla vini, sjá og upplifa nýja staði, tala fyrir málstað eða hönnuði, þá segi ég gott hjá þeim. En þegar samfélagið gerir ráð fyrir því að nærvera þessara kvenna sem voru ekki kosnar í þetta ólaunaða hlutverk sé bara til sýnis fyrir málefni ríkisins þá er kominn tími til að endurskoða væntingar okkar og það hvernig við skynjum þessa félaga sem venjulega eru konur.“
Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira