Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 15:34 Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn. Vísir/Vilhelm Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og útvarpsstöðvarinnar K100. Rekstur fyrirtækisins hefur orðið stöðugt erfiðari undanfarin ár. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna.Morgunblaðið greinir sjálft frá rekstri Árvakurs í blaði dagsins. Þar segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kemur þó fram í hverju aðgerðirnar felast en fréttastofa hefur sent Haraldi fyrirspurn þess efnis. Haraldur segir rekstrarumhverfið fjölmiðla afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið sé sífellt erfiðari en þá hafi neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefur verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Eignir Árvakurs námu um tveimur milljörðum króna um áramót og var eiginfjárhlutfall rúm 28 prósent. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, á stærstan hlut í Árvakri eða um 20 prósent en nánar má lesa um eignarhaldið hér. Auglýsingar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01 Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og útvarpsstöðvarinnar K100. Rekstur fyrirtækisins hefur orðið stöðugt erfiðari undanfarin ár. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna.Morgunblaðið greinir sjálft frá rekstri Árvakurs í blaði dagsins. Þar segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kemur þó fram í hverju aðgerðirnar felast en fréttastofa hefur sent Haraldi fyrirspurn þess efnis. Haraldur segir rekstrarumhverfið fjölmiðla afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið sé sífellt erfiðari en þá hafi neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefur verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Eignir Árvakurs námu um tveimur milljörðum króna um áramót og var eiginfjárhlutfall rúm 28 prósent. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, á stærstan hlut í Árvakri eða um 20 prósent en nánar má lesa um eignarhaldið hér.
Auglýsingar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01 Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57
Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01
Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent