Félag Heiðars tapaði 800 milljónum Hörður Ægisson skrifar 4. september 2019 07:00 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Sjá meira
Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Sjá meira