Serbar unnu toppslaginn sannfærandi og líta rosalega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 14:30 Nikola Jokic og félagar í serbneska landsliðinu eru að spila vel. Getty/ VCG Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen. Körfubolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.
Körfubolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins