Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17