Google greiðir sekt fyrir að safna persónuupplýsingum um börn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2019 23:40 Joe Simons, forstjóri Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna, kynnti sáttina á blaðamannafundi í Washington-borg í dag. AP/Andrew Harnik Tæknirisinn Google hefur samþykkt að greiða rúmlega 21 milljarðs króna sekt í Bandaríkjunum vegna ásakana um að fyrirtækið hafi safnað persónuupplýsingum um börn í gegnum myndbandavefinn Youtube án samþykkis foreldra þeirra. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að safna og deila persónuupplýsingum um börn yngri en þrettán ára án samþykkis foreldra þeirra. Google er engu að síður sakað um að hafa beint myndböndum á Youtube sérstaklega að börnum og nýtt vinsældir þeirra á meðal barna til að selja auglýsendum þjónustu sína. Google viðurkenndi ekki sök en féllst á að greiða 136 milljónir dollara, jafnvirði rúmra sautján milljarða íslenskra króna, í sekt til Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) auk 34 milljóna dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljarða króna til New York-ríkis sem einnig rannsakaði ásakanirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttindasamtök barna gagnrýna engu að síður að sektin sé alltof lág til að hafa áhrif á Google. Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist þannig um tæpan 31 milljarð dollara í fyrra, aðallega í gegnum auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum. Með sáttinni lofar Google að afla staðfests samþykkis frá foreldrum barna áður en fyrirtækið safna eða deilir persónuupplýsingum um börn þeirra og að nota ekki þær upplýsingar frekar sem það hefur þegar aflað. Google Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur samþykkt að greiða rúmlega 21 milljarðs króna sekt í Bandaríkjunum vegna ásakana um að fyrirtækið hafi safnað persónuupplýsingum um börn í gegnum myndbandavefinn Youtube án samþykkis foreldra þeirra. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að safna og deila persónuupplýsingum um börn yngri en þrettán ára án samþykkis foreldra þeirra. Google er engu að síður sakað um að hafa beint myndböndum á Youtube sérstaklega að börnum og nýtt vinsældir þeirra á meðal barna til að selja auglýsendum þjónustu sína. Google viðurkenndi ekki sök en féllst á að greiða 136 milljónir dollara, jafnvirði rúmra sautján milljarða íslenskra króna, í sekt til Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) auk 34 milljóna dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljarða króna til New York-ríkis sem einnig rannsakaði ásakanirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttindasamtök barna gagnrýna engu að síður að sektin sé alltof lág til að hafa áhrif á Google. Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist þannig um tæpan 31 milljarð dollara í fyrra, aðallega í gegnum auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum. Með sáttinni lofar Google að afla staðfests samþykkis frá foreldrum barna áður en fyrirtækið safna eða deilir persónuupplýsingum um börn þeirra og að nota ekki þær upplýsingar frekar sem það hefur þegar aflað.
Google Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira