Varar við Rússum og Kínverjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. september 2019 07:30 Pence fundaði með forseta Íslands og utanríkisráðherra í Höfða í gær. Fréttablaðið/ERNIR Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira