Hugverk eða tréverk Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2019 07:00 Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal annars orðið til þess að íslenskt leikhús er metnaðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu. Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistarmaður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt. Opinber stuðningur við list hefur verið stefna stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og annarrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bóksalar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tónlistarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn. Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagnstekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskattur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent. Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hugverk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir, fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að ræða. Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig; bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu sem listin veitir okkur. Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær, sanngjörn og hið besta mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt listalíf er kröftugt á heimsmælikvarða. Fyrir því er engin ein ástæða. Þó er hægt að fullyrða að listamannalaun og umhverfið sem listamönnum er hér skapað hefur meðal annars orðið til þess að íslenskt leikhús er metnaðarfullt, bókaútgáfa er í blóma, kvikmyndir eru stóriðja og myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Listamenn á borð við Björk og Ólaf Elíasson eru orðnir að fyrirtækjum, með fjölda fólks í vinnu. Ragnar Kjartansson, einn þekktasti myndlistarmaður samtímans, hefur sagst vera „eingetin afurð listamannalauna“. Stórbrotið listalíf smáþjóðar sýnir svo ekki verður um villst að hér er eitthvað gert rétt. Opinber stuðningur við list hefur verið stefna stjórnvalda um árabil. Endalaust má svo deila um hvernig það skuli gert. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er hins vegar ótvíræður. Land án listar væri fátækara samfélag. Listir eru auðlind í breiðari skilningi en þeim sem metinn verður í krónum og aurum. Þó blasir við samspil skapandi greina og annarrar atvinnustarfsemi. Galleristar og smiðir nærast á myndlistarmönnum. Hönnuðir, prentarar og bóksalar eiga allt sitt undir rithöfundum. Tónleikahátíðir sem trekkja að ferðamenn væru ekki haldnar án tónlistarmanna sem svo skapa störf fyrir tæknimenn. Þau merku tíðindi urðu svo í vikunni að Alþingi samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að greiðslur til höfunda eða annarra rétthafa hugverks verði skattlagðar sem fjármagnstekjur í stað launatekna. Á mannamáli þýðir það að tekjur listamanna, vegna til dæmis tónlistarflutnings í útvarpi, upplesturs á ritverkum eða birtingar á myndverkum í bókum, verða skattlagðar eins og aðrar tekjur fólks af eignum sínum. Fjármagnstekjuskattur er 22 prósent. Til samanburðar er launaskattur í lægra þrepi 37 prósent og í efra þrepi 46 prósent. Fyrir málinu hefur lengi verið barist af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Þeim hefur þótt ósanngjarnt að hugverk sé ekki skattlagt eins og tréverk; með öðrum orðum, að hugverkavarið efni sé ekki skattlagt eins og önnur peningaleg verðmæti á borð við fasteignir, fjármuni eða hlutabréf. Sanngjarnara sé að afnot af hugverkum, hvort sem um ræðir bækur, tónlist eða myndlist, sé skattlagt eins og um húsaleigu sé að ræða. Eflaust verður áfram þráttað um hvernig styrkja skuli skapandi greinar. Listamannalaun eru þyrnir í augum sumra. Afrek listamannanna okkar innan og utan landsteinanna sýna hins vegar svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda hefur margborgað sig; bæði í eiginlegum verðmætum og í þeirri lífsfyllingu sem listin veitir okkur. Skattalækkun fjármálaráðherrans er tímabær, sanngjörn og hið besta mál.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun