„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2019 19:30 Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“ Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“
Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira