Enginn sérstakur viðbúnaður á Landspítalanum vegna komu Pence Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2019 16:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ræðir við fjölmiðlamenn fyrir framan Höfða. hari Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún. Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún.
Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45
Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30