Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Björn Þorfinnsson skrifar 6. september 2019 06:15 Hrókeringar í ráðum og nefndum hafa skilað nokkrum borgarfulltrúum miklum launahækkunum. Fréttablaðið/Stefán reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira