Búkmyndavélar lögreglu séu til bóta við rannsókn mála Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Sebastian Kunz er réttarmeinafræðingur. Hluti af starfi hans er að meta ákverka eftir átök. Fréttablaðið/Valli Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur á Landspítalanum, fagnar því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar. Hann segir að um sé að ræða mikið framfaraskref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rannsóknir mála. „Hluti af mínu starfi sem réttarmeinafræðingur er að meta áverka sem verða til eftir átök tveggja eða fleiri aðila. Í flestum tilvikum er það skortur á sönnunargögnum eða ósamræmi í vitnisburði sem gerir starf mitt krefjandi, því þó að krufning eða rannsókn sýni nokkurn veginn hvað gerðist, þá er alltaf svigrúm til annarra túlkunaratriða. Í þeim tilvikum er myndbandsupptaka besta leiðin til þess að tryggja rannsóknina,” segir Sebastian. Sebastian nefnir nýlegt dæmi um unga konu sem lést eftir að hafa farið í svokallað æsingsóráð, sem er ástand sem fólk getur farið í ef það veitir viðnám eða mótspyrnu við handtökur. „Í því tilviki hefði upptaka með sjónarhorni lögreglumannsins hjálpað til við að greina ástæðu andlátsins og hefði getað komið í veg fyrir misræmi í framburði,” segir hann. „Þegar lögreglumenn standa frammi fyrir erfiðum verkefnum eins og þessum þá er það þjálfun, fræðsla og reynsla sem mestu máli skiptir, frekar en sú hugmynd um að fólk sé meðvitað um að það sé verið að taka upp,” bætir Sebastian við, aðspurður hvort myndavél hefði getað breytt einhverju í tilfelli konunnar. Þá bendir Sebastian á að öll gögn sýni fram á mikilvægi myndavéla á lögreglumönnum og því sé eðlilegt að lögreglan hér á landi bregðist við því. „Það hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Það skiptir engu máli til hvaða landa er litið, útkoman er alltaf sú sama: búkmyndavélar bæta samskipti lögreglu og almennra borgara.” Myndavélarnar fjörutíu, sem lögreglan keypti nýverið, voru teknar í notkun um þar síðustu helgi. Tíu myndavélar voru keyptar í tilraunaskyni árið 2016 og í framhaldinu var ákveðið að kaupa fleiri vélar með það að markmiði að afla betri sönnunargagna. Fimmtíu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu bera nú myndavélar við skyldustörf.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15