Uppgjör: Leclerc með magnaðan heimasigur Bragi Þórðarson skrifar 9. september 2019 17:30 Leclerc fagnaði vel og innilega fyrir framan trylltu ítölsku aðdáendurna um helgina. Getty Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig. Formúla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig.
Formúla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira