Sjávarútvegsráðherra getur ekki lengt strandveiðitímabilið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 11:44 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki geta lengt strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á hann að gera. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33