Tollvörður varð fyrir eitrun við skoðun á hraðsendingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:30 Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30