Mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 19:00 Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag. Ákveðið var að slökkva á kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík fyrir sex vikum í öryggisskini eftir að hættulegur ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerum í verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn í 50 ára sögu álversins sem slökkt hefur verið á kerskála og síðast þegar það gerðist árið 2006 var tjón af völdum lokunarinnar sem stóð í tíu vikur metið um fjórir milljarðar króna. Byrjað var að endurgangsetja tvö ker Kerskála þrjú í gær. Heildarframleiðsla hvers kers getur mest orðið um eitt komma tvö tonn á sólahring. Ef kerin væru öll að skila slíkri framleiðslu væri kerskáli þrjú að skila 192 tonnum á sólahring og um átta þúsund tonnum á sex vikum. Rannveig Rist forstjóri álversins segir tapið mikið. „Það eru komnar einhverjar ágiskanir en hvað heildartjónið verður mikið er erfitt að segja til um á þessari stundu. Við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni það er bara þannig. Það hefur náttúrulega áhrif að lenda í að slökkva á hluta verksmiðjunnar en það er snemmt að segja til um hve mikil eða hver þau verða,“ segir Rannveig. Hún býst við að það taki langan að endurræsa öll kerin 160 í kerskála þrjú. „Það tekur mánuði að endurgangsetja þau öll en fyrstu tvö eru komin,“ segir Rannveig. Fjölskylduskemmtun var í álverinu í dag í tilefni af því að 50 ár eru frá því álframleiðsla hófst þar og um leið hér á landi. Almenningur fékk tækifæri til að skoða bæði ker-og steypuskála. Stóriðja Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Ekki er ljóst hvert heildartjón álversins í Straumsvík er eftir að slökkt var á kerskála þrjú í sumar að sögn forstjóra þess. Byrjað er að endurgangsetja ker í skálanum en ljóst er að mörg þúsund tonna álframleiðsla hefur tapast og mun halda áfram að tapast þar til öll kerin 160 hafa verið endurræst. Almenningi gafst tækifæri á að skoða bæði ker-og steypiskála í álverinu í dag. Ákveðið var að slökkva á kerskála þrjú í Álverinu í Straumsvík fyrir sex vikum í öryggisskini eftir að hættulegur ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerum í verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn í 50 ára sögu álversins sem slökkt hefur verið á kerskála og síðast þegar það gerðist árið 2006 var tjón af völdum lokunarinnar sem stóð í tíu vikur metið um fjórir milljarðar króna. Byrjað var að endurgangsetja tvö ker Kerskála þrjú í gær. Heildarframleiðsla hvers kers getur mest orðið um eitt komma tvö tonn á sólahring. Ef kerin væru öll að skila slíkri framleiðslu væri kerskáli þrjú að skila 192 tonnum á sólahring og um átta þúsund tonnum á sex vikum. Rannveig Rist forstjóri álversins segir tapið mikið. „Það eru komnar einhverjar ágiskanir en hvað heildartjónið verður mikið er erfitt að segja til um á þessari stundu. Við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni það er bara þannig. Það hefur náttúrulega áhrif að lenda í að slökkva á hluta verksmiðjunnar en það er snemmt að segja til um hve mikil eða hver þau verða,“ segir Rannveig. Hún býst við að það taki langan að endurræsa öll kerin 160 í kerskála þrjú. „Það tekur mánuði að endurgangsetja þau öll en fyrstu tvö eru komin,“ segir Rannveig. Fjölskylduskemmtun var í álverinu í dag í tilefni af því að 50 ár eru frá því álframleiðsla hófst þar og um leið hér á landi. Almenningur fékk tækifæri til að skoða bæði ker-og steypuskála.
Stóriðja Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira