Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2019 22:46 Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni Skjáskot/The Guardian Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33