Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2019 22:46 Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni Skjáskot/The Guardian Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33