Rasismi fær rauða spjaldið Benedikt Bóas skrifar 21. ágúst 2019 14:30 Paul Pogba vildi fá að taka víti Manchester United gegn Úlfunum sem hann hafði fiskað sjálfur. Hann klikkaði og létu nettröll öllum illum látum í kjölfarið. Getty/ James Baylis Paul Pogba, leikmaður Manchester United, varð fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Úlfunum á mánudag. Félagið fordæmdi hegðunina og leikmenn, víða um Evrópu, skrifuðu stuðningsyfirlýsingar á sömu samfélagsmiðlum til Pogba. Þá gaf félagið út yfirlýsingu þar sem hegðunin var fordæmd. „Einstaklingarnir sem eru með þessi viðhorf endurspegla ekki gildin hjá okkar frábæra félagi og það er gott að sjá að stór hluti stuðningsmanna fordæmir þetta á samfélagsmiðlum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, sagði að Instagram og Twitter yrðu að fara breyta reglunum hjá sér. Þetta gengi ekki lengur. „Stoppið þessi ömurlegu nettröll sem búa til fjölmarga aðganga til að senda ömurleg skilaboð til fólks,“ skrifaði hann meðal annars á Twitter. Manchester United er að reyna að finna sökudólgana en það getur reynst þrautin þyngri enda sigla vitleysingarnir undir fölsku flaggi á nafnlausum aðgöngum. Twitter hefur skýrar reglur um hatursfull skilaboð en það er auðvelt að komast fram hjá þeim eins og dæmin sanna. Marcus Rashford sagði einfaldlega: „Nú er nóg komið. Þetta þarf að enda,“ og merkti Twitter.Múslimahatur jókst mest Þrátt fyrir að tímabilið sé nýbyrjað er viðbjóðslegur rasismi þegar búinn að koma þrisvar við sögu, svo vitað sé. Fyrst var það þegar Tommy Abraham, leikmaður Chelsea, klikkaði á vítaspyrnu gegn Liverpool í leiknum um ofurbikarinn í síðustu viku og Yakou Meite, leikmaður Reading, þurfti að þola heimskuleg ummæli um sig eftir vítaklúður með Reading í vikunni. Á opnunardegi Championship-deildarinnar sögðu fjórir leikmenn frá kynþáttaníði og móðgunum sem þeir og fjölskyldur þeirra urðu fyrir. Varla leið sú leikvika á síðasta tímabili að rasismi og fordómafull hegðun kæmi ekki við sögu. Í skýrslu Kick it Out samtakanna, sem berjast gegn kynþáttaníði í enskum fótbolta, fyrir síðasta tímabil sem kom út í lok júlí segir að rasismi á völlunum á Englandi hafi aukist um 43 prósent. Múslimahatur jókst mest eða um heil 75 prósent. Alls voru 422 atvik skráð, þar af 109 í yngri flokkum og fjölgaði þeim um 32 prósent. Knattspyrnusamband Englands hefur gefið það út að það sé að vinna hörðum höndum að úrbótum.Raheem Sterling segir að það dugi ekki aðeins að klæðast bolum. Danny Rose getur ekki beðið eftir að hætta í fótbolta til að hætta að upplifa rasismann sem þar lifir góðu lífi.Twitter vill viðræður Troy Townsend, frá Kick It Out, sagði í vikunni við Sky-fréttastofuna að forsvarsmenn frá Twitter vildu setjast niður með samtökunum og skoða hvað sé hægt að gera. „Það er allavega byrjunin og eitthvað sem við höfum viljað gera lengi. Vonandi kemur eitthvað út úr þeim viðræðum,“ sagði hann. Í viðtalinu kom einnig fram að enska úrvalsdeildin, knattspyrnusambandið og ensku deildirnar leggi fram samanlagt 750 þúsund pund til að berjast gegn rasisma. Flestir eru sammála því að það sé alltof lág upphæð, miðað við margt annað. Launahæsti leikmaður deildarinnar, Alexis Sanchez, er með 505 þúsund pund í vikulaun. „Við erum lítið góðgerðarfélag en við reynum eftir fremsta megni að gera það sem við getum. Ég er ekki einu sinni viss um að hver sem heyrir og sér mismunun á völlunum á Englandi viti hvernig eigi að tilkynna það,“ sagði Roisin Wood formaður Kick It Out við BBC fyrr í sumar. Raheem Sterling, sem er orðinn einn helsti talsmaður gegn rasisma, hefur látið hafa eftir sér að það þurfi að auka fjármunina í þessum málaflokki. „Við höfum stundum verið í bolum en það dugar skammt. Það þarf að gera meira.“ Fyrir tímabilið var það tilkynnt að hver sem mismunar öðrum leikmanni vegna húðlitar eða trúar hans fái sex leikja bann í ensku deildinni. FIFA tilkynnti nýja reglu og verða fordómafullir leikmenn settir sjálfkrafa í tíu leikja bann. Sá leikmaður sem er fundinn sekur um kynþáttafordóma verður dæmdur í tíu leikja bann og fær minnst 16 þúsund pund í sekt. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, varð fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Úlfunum á mánudag. Félagið fordæmdi hegðunina og leikmenn, víða um Evrópu, skrifuðu stuðningsyfirlýsingar á sömu samfélagsmiðlum til Pogba. Þá gaf félagið út yfirlýsingu þar sem hegðunin var fordæmd. „Einstaklingarnir sem eru með þessi viðhorf endurspegla ekki gildin hjá okkar frábæra félagi og það er gott að sjá að stór hluti stuðningsmanna fordæmir þetta á samfélagsmiðlum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, sagði að Instagram og Twitter yrðu að fara breyta reglunum hjá sér. Þetta gengi ekki lengur. „Stoppið þessi ömurlegu nettröll sem búa til fjölmarga aðganga til að senda ömurleg skilaboð til fólks,“ skrifaði hann meðal annars á Twitter. Manchester United er að reyna að finna sökudólgana en það getur reynst þrautin þyngri enda sigla vitleysingarnir undir fölsku flaggi á nafnlausum aðgöngum. Twitter hefur skýrar reglur um hatursfull skilaboð en það er auðvelt að komast fram hjá þeim eins og dæmin sanna. Marcus Rashford sagði einfaldlega: „Nú er nóg komið. Þetta þarf að enda,“ og merkti Twitter.Múslimahatur jókst mest Þrátt fyrir að tímabilið sé nýbyrjað er viðbjóðslegur rasismi þegar búinn að koma þrisvar við sögu, svo vitað sé. Fyrst var það þegar Tommy Abraham, leikmaður Chelsea, klikkaði á vítaspyrnu gegn Liverpool í leiknum um ofurbikarinn í síðustu viku og Yakou Meite, leikmaður Reading, þurfti að þola heimskuleg ummæli um sig eftir vítaklúður með Reading í vikunni. Á opnunardegi Championship-deildarinnar sögðu fjórir leikmenn frá kynþáttaníði og móðgunum sem þeir og fjölskyldur þeirra urðu fyrir. Varla leið sú leikvika á síðasta tímabili að rasismi og fordómafull hegðun kæmi ekki við sögu. Í skýrslu Kick it Out samtakanna, sem berjast gegn kynþáttaníði í enskum fótbolta, fyrir síðasta tímabil sem kom út í lok júlí segir að rasismi á völlunum á Englandi hafi aukist um 43 prósent. Múslimahatur jókst mest eða um heil 75 prósent. Alls voru 422 atvik skráð, þar af 109 í yngri flokkum og fjölgaði þeim um 32 prósent. Knattspyrnusamband Englands hefur gefið það út að það sé að vinna hörðum höndum að úrbótum.Raheem Sterling segir að það dugi ekki aðeins að klæðast bolum. Danny Rose getur ekki beðið eftir að hætta í fótbolta til að hætta að upplifa rasismann sem þar lifir góðu lífi.Twitter vill viðræður Troy Townsend, frá Kick It Out, sagði í vikunni við Sky-fréttastofuna að forsvarsmenn frá Twitter vildu setjast niður með samtökunum og skoða hvað sé hægt að gera. „Það er allavega byrjunin og eitthvað sem við höfum viljað gera lengi. Vonandi kemur eitthvað út úr þeim viðræðum,“ sagði hann. Í viðtalinu kom einnig fram að enska úrvalsdeildin, knattspyrnusambandið og ensku deildirnar leggi fram samanlagt 750 þúsund pund til að berjast gegn rasisma. Flestir eru sammála því að það sé alltof lág upphæð, miðað við margt annað. Launahæsti leikmaður deildarinnar, Alexis Sanchez, er með 505 þúsund pund í vikulaun. „Við erum lítið góðgerðarfélag en við reynum eftir fremsta megni að gera það sem við getum. Ég er ekki einu sinni viss um að hver sem heyrir og sér mismunun á völlunum á Englandi viti hvernig eigi að tilkynna það,“ sagði Roisin Wood formaður Kick It Out við BBC fyrr í sumar. Raheem Sterling, sem er orðinn einn helsti talsmaður gegn rasisma, hefur látið hafa eftir sér að það þurfi að auka fjármunina í þessum málaflokki. „Við höfum stundum verið í bolum en það dugar skammt. Það þarf að gera meira.“ Fyrir tímabilið var það tilkynnt að hver sem mismunar öðrum leikmanni vegna húðlitar eða trúar hans fái sex leikja bann í ensku deildinni. FIFA tilkynnti nýja reglu og verða fordómafullir leikmenn settir sjálfkrafa í tíu leikja bann. Sá leikmaður sem er fundinn sekur um kynþáttafordóma verður dæmdur í tíu leikja bann og fær minnst 16 þúsund pund í sekt.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira