Áhrifavaldur hafður að háði og spotti fyrir myndatöku á slysavettvangi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 16:23 Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hlið þeirra sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Instagram Tiffany Mitchell, áhrifavaldur á Instagram, var í mótorhjólatúr með vinum sínum í Nashville í Bandaríkjunum þegar hún missti óvænt stjórn á mótorhjólinu, kastaðist af því og slasaðist. Slysið varð fyrir þremur vikum síðan en hún sagði að hjálmurinn hefði komið í veg fyrir slæmt höfuðhögg. Mitchell birti nokkrar ljósmyndir af sjálfri sér á slysavettvangi ásamt pistli um slysið. Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hliðina á þeim sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Fylgjendur Mitchell eru alls 211.000 talsins. Þrátt fyrir að flestir hafi brugðist áhyggjufullir við og óskað henni skjóts bata þá vöktu ljósmyndirnar grunsemdir annarra. Ýmsir netverjar tóku þó að gruna hana um græsku og furðuðu sig á því að það fyrsta sem Mitchell hefði dottið í hug að gera eftir mótorhjólaslysið væri að láta mynda sig. Þá var hún einnig sökuð um dulda auglýsingu fyrir Smart Water.Buzzfeed bar ásakanirnar undir Mitchell sem sagðist aldrei nokkurn tíman geta notað svona persónulega sögu í auglýsingaherferð. „Ekkert í tengslum við þetta var sviðsett. Ég er mjög leið að heyra að sumt fólk sé að taka því þannig. Því það er einfaldlega ekki tilfellið,“ bætti Mitchell við áður en hún bað fréttamiðilinn um að hætta við að birta fréttina því hún myndi hafa neikvæð áhrif. Mitchell hefur nú tekið myndirnar út. Hún kveðst ekki hafa vitað af myndatökunni þar til hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu. „Ég vissi ekki að hún hefði tekið þær en hún sýndi mér þær seinna og ég var svo þakklát að hún hefði náð að fanga svona magnþrungið augnablik í lífi mínu,“ segir Mitchell. Samfélagsmiðlar Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Tiffany Mitchell, áhrifavaldur á Instagram, var í mótorhjólatúr með vinum sínum í Nashville í Bandaríkjunum þegar hún missti óvænt stjórn á mótorhjólinu, kastaðist af því og slasaðist. Slysið varð fyrir þremur vikum síðan en hún sagði að hjálmurinn hefði komið í veg fyrir slæmt höfuðhögg. Mitchell birti nokkrar ljósmyndir af sjálfri sér á slysavettvangi ásamt pistli um slysið. Á ljósmyndunum sést Mitchell sárþjáð liggjandi í götunni þar sem vinur hennar hlúir að henni. Við hliðina á þeim sést vatnsflaska frá fyrirtækinu Smartwater. Fylgjendur Mitchell eru alls 211.000 talsins. Þrátt fyrir að flestir hafi brugðist áhyggjufullir við og óskað henni skjóts bata þá vöktu ljósmyndirnar grunsemdir annarra. Ýmsir netverjar tóku þó að gruna hana um græsku og furðuðu sig á því að það fyrsta sem Mitchell hefði dottið í hug að gera eftir mótorhjólaslysið væri að láta mynda sig. Þá var hún einnig sökuð um dulda auglýsingu fyrir Smart Water.Buzzfeed bar ásakanirnar undir Mitchell sem sagðist aldrei nokkurn tíman geta notað svona persónulega sögu í auglýsingaherferð. „Ekkert í tengslum við þetta var sviðsett. Ég er mjög leið að heyra að sumt fólk sé að taka því þannig. Því það er einfaldlega ekki tilfellið,“ bætti Mitchell við áður en hún bað fréttamiðilinn um að hætta við að birta fréttina því hún myndi hafa neikvæð áhrif. Mitchell hefur nú tekið myndirnar út. Hún kveðst ekki hafa vitað af myndatökunni þar til hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu. „Ég vissi ekki að hún hefði tekið þær en hún sýndi mér þær seinna og ég var svo þakklát að hún hefði náð að fanga svona magnþrungið augnablik í lífi mínu,“ segir Mitchell.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira