Launamunur æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátur Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 23:46 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Laun bæjar- og sveitarstjóra hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar eftir að álagningarskrá ríkisskattstjóra var gerð opinber. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og hve margir búa í sveitarfélaginu. „Sveitastjórnum og bæjarstjórnum er það sjálfsvald sett hvernig laun eru ákveðin og það er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða viðmiða þau horfa til. Stundum er horft til launaþróunar þáverandi kjararáðs, stundum er horft til launsetningar samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM eða BSRB þannig það er mjög misjafnt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga taka saman skýrslu annað hvert ár þar sem farið er yfir þróun launa æðstu fulltrúa og hver þau eru. Skýrslunni er skipt upp í sjö stærðarflokka eftir því hversu margir búa í sveitarfélögunum. Engin tengsl virðast þó vera á milli íbúafjölda og launa þeirra sem fara með stjórn í hverju sveitarfélagi fyrir sig.Sjá einnig: Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum„Það sem við teljum að skjóti skökku við er að okkar fólk, okkar félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru allir á sömu launum eftir starfsheitum yfir landið allt. Þannig það er búið að búa til viðmið fyrir þau öll en ekki fyrir æðstu stjórnendur.“ Sonja segir launamun stjórnenda og annarra starfsmanna sveitarfélaga vera ákveðið óréttlæti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi þennan launamun, sagði hann vera „svívirðilegan“ og til marks um óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. „Ef við tökum til dæmis móttökuritarana sem eru hjá sveitarfélögunum og eru með lægstu launin, í kringum 305 þúsund, og metum þá svo við þá sem eru hæstir á þessum lista, þeir eru með níföld launin þeirra. Auðvitað verðum við að gæta sanngirni og réttlætis innan sveitarfélaganna þannig að fólk upplifi að það sé verið að meta það að verðleikum,“ segir Sonja sem er vongóð að umræðan skili sér til hins betra. Umræða um laun æðstu fulltrúa sveitarfélaga er ekki ný af nálinni. Í fyrra vakti það mikla athygli þegar laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði launin vera óhóf.„Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í viðtali í Víglínunni í fyrra. Kjaramál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Laun bæjar- og sveitarstjóra hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar eftir að álagningarskrá ríkisskattstjóra var gerð opinber. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og hve margir búa í sveitarfélaginu. „Sveitastjórnum og bæjarstjórnum er það sjálfsvald sett hvernig laun eru ákveðin og það er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða viðmiða þau horfa til. Stundum er horft til launaþróunar þáverandi kjararáðs, stundum er horft til launsetningar samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM eða BSRB þannig það er mjög misjafnt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga taka saman skýrslu annað hvert ár þar sem farið er yfir þróun launa æðstu fulltrúa og hver þau eru. Skýrslunni er skipt upp í sjö stærðarflokka eftir því hversu margir búa í sveitarfélögunum. Engin tengsl virðast þó vera á milli íbúafjölda og launa þeirra sem fara með stjórn í hverju sveitarfélagi fyrir sig.Sjá einnig: Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum„Það sem við teljum að skjóti skökku við er að okkar fólk, okkar félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru allir á sömu launum eftir starfsheitum yfir landið allt. Þannig það er búið að búa til viðmið fyrir þau öll en ekki fyrir æðstu stjórnendur.“ Sonja segir launamun stjórnenda og annarra starfsmanna sveitarfélaga vera ákveðið óréttlæti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi þennan launamun, sagði hann vera „svívirðilegan“ og til marks um óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. „Ef við tökum til dæmis móttökuritarana sem eru hjá sveitarfélögunum og eru með lægstu launin, í kringum 305 þúsund, og metum þá svo við þá sem eru hæstir á þessum lista, þeir eru með níföld launin þeirra. Auðvitað verðum við að gæta sanngirni og réttlætis innan sveitarfélaganna þannig að fólk upplifi að það sé verið að meta það að verðleikum,“ segir Sonja sem er vongóð að umræðan skili sér til hins betra. Umræða um laun æðstu fulltrúa sveitarfélaga er ekki ný af nálinni. Í fyrra vakti það mikla athygli þegar laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði launin vera óhóf.„Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í viðtali í Víglínunni í fyrra.
Kjaramál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31
Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17