Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Kjörnir fulltrúar í Kópavogsbæ fengu hraustlega launahækkun á síðasta ári þrátt fyrir að hafa valið aðra leið en að þiggja enn hærri hækkun kjararáðs. Bæjarstórinn er með tæpar 2,5 milljónir á mánuði eftir hækkun. Vísir/eyþór Laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Ármann fékk alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjórastarfið, setu í bæjarstjórn, nefndum og bílastyrk. Laun fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar hækkuðu sömuleiðis um 30 prósent, og námu alls tæpum 74 milljónum króna í fyrra samanborið við 56,7 milljónir árið 2016. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á launakostnaði stjórnenda Kópavogsbæjar en Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins í bænum, gagnrýndi hækkanir og ógagnsæi í framsetningu launaliðar ársreiknings bæjarins í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Þegar kjararáð hækkaði laun þingmanna hraustlega í afar umdeildri ákvörðun 1. nóvember 2016 hafði það áhrif á sveitarstjórnarstigið, þar sem víðast hvar fengu bæjarfulltrúar greitt hlutfall af þingfararkaupi fyrir setu í bæjarstjórnum. Í Kópavogi, líkt og víðar, var tekin ákvörðun um að frysta laun bæjarfulltrúa meðan endurskoðað væri hvernig laun þeirra skyldu reiknuð. Niðurstaða í þeirri vinnu fékkst í febrúar 2017 og var ákveðið að laun bæjarfulltrúa tækju mið af þróun launavísitölu, grundvallað á uppreiknaðri upphæð frá 2006. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ eru laun bæjarstjórans nú einnig tengd þróun launavísitölu.Bæjarstjórnendur í Kópavogi fengu því ekki jafnmikla hækkun og ef við ákvörðun kjararáðs um 44 prósent hefði verið unað, en talsverða þó og afturvirka frá 1. mars 2017 aftur til nóvember 2016. Það gerði það að verkum að afturvirkar greiðslur fyrir þessa tvo mánuði árið 2016 voru bókfærðar 2017 í ársreikningi og gáfu heildarupplýsingar um greiðslur til kjörinna fulltrúa því ekki rétta mynd. Í útreikningum á þeim upplýsingum sem Fréttablaðið óskaði eftir um launagreiðslur bæjarstjórnenda hefur verið leiðrétt fyrir þessari skekkju. Í svari Kópavogsbæjar kemur fram að árslaun bæjarstjóra árið 2016, að launatengdum gjöldum undanskildum og að viðbættum afturvirku greiðslunum, hafi numið 22,4 milljónum, eða sem nemur 1.867 þúsund krónum á mánuði. Árið 2017 námu árslaun bæjarstjóra, að launatengdum gjöldum undanskildum og frádregnum afturvirku greiðslunum, 29,7 milljónum króna, eða sem nemur 2.479 þúsund krónum á mánuði. Inni í þessum upphæðum eru sem fyrr segir laun Ármanns sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi auk launa fyrir nefndarsetu og bílastyrks frá bænum. Laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsfulltrúa árið 2016, að launatengdum gjöldum undanskildum, námu 56,6 milljónum króna árið 2016 en voru 73,9 milljónir 2017. Er það um 30 prósenta hækkun. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Með rúmlega tvær milljónir á mánuði Stefnir borgar hæstu launin á meðal stærstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins og voru laun starfsmanna að meðaltali um 2.083 þúsund á mánuði í fyrra. Launin hækkuðu hins vegar mest á milli ára hjá GAMMA, eða að meðaltali um nærri 330 krónur á mánuði. 12. apríl 2018 08:00 Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Ármann fékk alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjórastarfið, setu í bæjarstjórn, nefndum og bílastyrk. Laun fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar hækkuðu sömuleiðis um 30 prósent, og námu alls tæpum 74 milljónum króna í fyrra samanborið við 56,7 milljónir árið 2016. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á launakostnaði stjórnenda Kópavogsbæjar en Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins í bænum, gagnrýndi hækkanir og ógagnsæi í framsetningu launaliðar ársreiknings bæjarins í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Þegar kjararáð hækkaði laun þingmanna hraustlega í afar umdeildri ákvörðun 1. nóvember 2016 hafði það áhrif á sveitarstjórnarstigið, þar sem víðast hvar fengu bæjarfulltrúar greitt hlutfall af þingfararkaupi fyrir setu í bæjarstjórnum. Í Kópavogi, líkt og víðar, var tekin ákvörðun um að frysta laun bæjarfulltrúa meðan endurskoðað væri hvernig laun þeirra skyldu reiknuð. Niðurstaða í þeirri vinnu fékkst í febrúar 2017 og var ákveðið að laun bæjarfulltrúa tækju mið af þróun launavísitölu, grundvallað á uppreiknaðri upphæð frá 2006. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ eru laun bæjarstjórans nú einnig tengd þróun launavísitölu.Bæjarstjórnendur í Kópavogi fengu því ekki jafnmikla hækkun og ef við ákvörðun kjararáðs um 44 prósent hefði verið unað, en talsverða þó og afturvirka frá 1. mars 2017 aftur til nóvember 2016. Það gerði það að verkum að afturvirkar greiðslur fyrir þessa tvo mánuði árið 2016 voru bókfærðar 2017 í ársreikningi og gáfu heildarupplýsingar um greiðslur til kjörinna fulltrúa því ekki rétta mynd. Í útreikningum á þeim upplýsingum sem Fréttablaðið óskaði eftir um launagreiðslur bæjarstjórnenda hefur verið leiðrétt fyrir þessari skekkju. Í svari Kópavogsbæjar kemur fram að árslaun bæjarstjóra árið 2016, að launatengdum gjöldum undanskildum og að viðbættum afturvirku greiðslunum, hafi numið 22,4 milljónum, eða sem nemur 1.867 þúsund krónum á mánuði. Árið 2017 námu árslaun bæjarstjóra, að launatengdum gjöldum undanskildum og frádregnum afturvirku greiðslunum, 29,7 milljónum króna, eða sem nemur 2.479 þúsund krónum á mánuði. Inni í þessum upphæðum eru sem fyrr segir laun Ármanns sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi auk launa fyrir nefndarsetu og bílastyrks frá bænum. Laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsfulltrúa árið 2016, að launatengdum gjöldum undanskildum, námu 56,6 milljónum króna árið 2016 en voru 73,9 milljónir 2017. Er það um 30 prósenta hækkun.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Með rúmlega tvær milljónir á mánuði Stefnir borgar hæstu launin á meðal stærstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins og voru laun starfsmanna að meðaltali um 2.083 þúsund á mánuði í fyrra. Launin hækkuðu hins vegar mest á milli ára hjá GAMMA, eða að meðaltali um nærri 330 krónur á mánuði. 12. apríl 2018 08:00 Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Með rúmlega tvær milljónir á mánuði Stefnir borgar hæstu launin á meðal stærstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins og voru laun starfsmanna að meðaltali um 2.083 þúsund á mánuði í fyrra. Launin hækkuðu hins vegar mest á milli ára hjá GAMMA, eða að meðaltali um nærri 330 krónur á mánuði. 12. apríl 2018 08:00
Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11. apríl 2018 06:00