Fimmtíu þúsund manns sáu bandaríska „C-landsliðið“ í körfubolta vinna sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 16:30 Kemba Walker fer yfir málin með þjálfaranum Gregg Popovich. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska körfuboltalandsliðið vann sextán stiga sigur á Ástralíu, 102-86, í æfingarleik í Melbourne í Ástralíu í dag en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM í Kína sem hefst seinna í þessum mánuði. Það var mikill áhugi fyrir þessum leik en 50 þúsund manns voru á Marvel leikvanginum sem er fjölnota íþróttaleikvangur í Melbourne.FIBA World Cup 2019: Team USA tops Australia in exhibition before 50,000 in Melbourne https://t.co/JzrYPo4oNZpic.twitter.com/EuuT5HLRzj — Sporting News NBA (@sn_nba) August 22, 2019Kemba Walker, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum og var með 23 stig í leiknum. Myles Turner bætti við 15 stigum og 14 fráköstum og Donovan Mitchell var með 13 stig. Kemba Walker er nýbúinn að semja við lið Boston Celtics. Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 12 stig en þá voru þeir Boston-menn Jaylen Brown og Jason Tatum báðir með 11 stig. Sex leikmenn í ástralska landsliðinu spila í NBA-deildinni og þar á meðal eru þeir Joe Ingles, Matthew Dellavedova, Patty Mills og Andrew Bogut.Team USA wins 102-86. 23 points for Kemba Walker to lead six players in double figures for the US. Team USA finished 13-30 from 3, including 7-12 in the second half. These teams will play again Saturday. — Tim Bontemps (@TimBontemps) August 22, 201915-5 sprettur Ástrala í öðrum leikhluta kom muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik, 44-43. Ástralar komust síðan einu stigi yfir í byrjun seinni hálfleiks en bandaríska liðið svaraði með þrettán stigum í röð og leit ekki til baka eftir það. Bandaríska liðið vann þriðja leikhlutann 32-18 þar sem liðið hitti úr 13 af 19 skotum sínum. Bandaríkin er með hálfgert c-landslið á HM í ár. Flestir af bestu leikmönnunum ætluðu aldrei að vera með og þá hafa einnig helstu stjörnur liðsins hætt við að spila með liðinu í sumar. Þeir sem eftir standa kláruðu þennan leik en þeirra bíða þó örugglega mun erfiðari andstæðingar á HM í Kína. Liðin mætast aftur á laugardaginn á sama stað. Körfubolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Bandaríska körfuboltalandsliðið vann sextán stiga sigur á Ástralíu, 102-86, í æfingarleik í Melbourne í Ástralíu í dag en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM í Kína sem hefst seinna í þessum mánuði. Það var mikill áhugi fyrir þessum leik en 50 þúsund manns voru á Marvel leikvanginum sem er fjölnota íþróttaleikvangur í Melbourne.FIBA World Cup 2019: Team USA tops Australia in exhibition before 50,000 in Melbourne https://t.co/JzrYPo4oNZpic.twitter.com/EuuT5HLRzj — Sporting News NBA (@sn_nba) August 22, 2019Kemba Walker, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum og var með 23 stig í leiknum. Myles Turner bætti við 15 stigum og 14 fráköstum og Donovan Mitchell var með 13 stig. Kemba Walker er nýbúinn að semja við lið Boston Celtics. Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 12 stig en þá voru þeir Boston-menn Jaylen Brown og Jason Tatum báðir með 11 stig. Sex leikmenn í ástralska landsliðinu spila í NBA-deildinni og þar á meðal eru þeir Joe Ingles, Matthew Dellavedova, Patty Mills og Andrew Bogut.Team USA wins 102-86. 23 points for Kemba Walker to lead six players in double figures for the US. Team USA finished 13-30 from 3, including 7-12 in the second half. These teams will play again Saturday. — Tim Bontemps (@TimBontemps) August 22, 201915-5 sprettur Ástrala í öðrum leikhluta kom muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik, 44-43. Ástralar komust síðan einu stigi yfir í byrjun seinni hálfleiks en bandaríska liðið svaraði með þrettán stigum í röð og leit ekki til baka eftir það. Bandaríska liðið vann þriðja leikhlutann 32-18 þar sem liðið hitti úr 13 af 19 skotum sínum. Bandaríkin er með hálfgert c-landslið á HM í ár. Flestir af bestu leikmönnunum ætluðu aldrei að vera með og þá hafa einnig helstu stjörnur liðsins hætt við að spila með liðinu í sumar. Þeir sem eftir standa kláruðu þennan leik en þeirra bíða þó örugglega mun erfiðari andstæðingar á HM í Kína. Liðin mætast aftur á laugardaginn á sama stað.
Körfubolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins