Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 23:15 Loftmynd af svæði sem hefur orðið illa úti í eldunum í Mato Grosso-ríki í Brasilíu. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna. „Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins. Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð.Vísir/EPAMargir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi. Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því. Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina. Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet's oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazon pic.twitter.com/dogOJj9big— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 22 August 2019 Brasilía Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna. „Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins. Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð.Vísir/EPAMargir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi. Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því. Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina. Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet's oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazon pic.twitter.com/dogOJj9big— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 22 August 2019
Brasilía Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15