Einn sá besti hættur í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2019 10:03 Andrew Luck gengur af velli eftir leik Colts og Bears í gær. Vísir/Getty Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, tilkynnti skyndilega í gærkvöldi að hann hefði ákveðið að hætta að spila íþróttina. Luck er aðeins 29 ára og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar á þeim sjö árum sem hann hefur verið á mála hjá Colts. Bandarískir fjölmiðlar virðast á einu máli að um aldrei áður hefur ákvörðun leikmanns um að hætta í NFL-deildinni vakið jafn mikla athygli. Luck er á besta aldri en hefur þó síðustu ár þurft að glíma við þrálát meiðsli. Í sumar hefur hann verið meiddur í kálfa og ökkla sem reyndist síðasta hálmstráið. „Í sannleika sagt er þetta erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni,“ sagði Luck við fréttamenn eftir æfingaleik Colts og Chicago Bears í gærkvöldi. „En þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ „Síðustu fjögur ár hef ég verið í síendurtekni ferli með meiðsli, sársauka og endurhæfingu. Því hefur aldrei linnt, hvort sem keppnistímabilið hefur verið í gangi eða ekki. Mér leið eins og ég væri fastur í þessu ferli. Eina leiðin út úr því er að hætta að spila fótbolta.“Andrew Luck announces his retirement from the @NFL. https://t.co/PK9ADYBuOX — Indianapolis Colts (@Colts) August 25, 2019Væntingarnar hrynja Luck spilaði ekkert árið 2017 vegna erfiðra meiðsla í öxl. Þá efuðust sumir um að Andrew Luck ættu endurkvæmt en hann sneri þó aftur í fyrra og spilaði frábærlega. Hann var með rúma 4500 sendingajarda og átti 39 snertimarkssendingar. Luck kom Colts í úrslitakeppnina og duldist engum að þar var einn besti leikmaður NFL-deildarinnar kominn aftur. Colts var þess fyrir utan skipað frábærum leikmönnum í flestum stöðum, sérstaklega í vörn. Ef að Luck hefði verið heill væri Colts eitt þeirra liða sem ættu góðan möguleika á að fara alla leið í Super Bowl í ár. Án hans, hins vegar, minnka þeir möguleikar til muna.Jacoby Brissett tekur nú við leikstjórnendastöðu Colts af Andrew Luck.Vísir/GettyJacoby Brissett hefur verið varamaður Luck síðustu ár og mun nú taka við byrjunarliðsstöðunni. Brissett hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína á undirbúningstímabilinu í ár en enginn reiknar þó með að hann geti fyllt skarðið almennilega sem Luck skilur eftir sig. Það er á færi örfárra leikmanna í deildinni allri.Eina leiðin fyrir mig er að hætta Luck byrjaði að finna fyrir meiðslum í kálfa í apríl. Það var ekki látið mikið með þau í byrjun en tíminn leið og aldrei náði Luck að hrista þau af sér. Fyrir stuttu var svo greint frá því að meiðslin sem Luck væri að eiga við væru í ökkla. „[Meiðslin] gerðu það að verkum að ég hætti að njóta þess að stunda þessa íþrótt. Ég spilaði verkjaður árið 2016 og gat ekki æft reglulega. Ég lofaði mér þá að leggja það aldrei á mig aftur. Nú er ég aftur kominn í svipaða stöðu og þá er eina leiðin fyrir mig að hætta,“ sagði Luck. „Ég er kominn að tímamótum og þarf að velja. Ég strengdi þess heit að velja sjálfan mig.“Physical toll on Andrew Luck through 6 NFL seasons: » Torn cartilage in 2 ribs » partially torn abdomen » a lacerated kidney that left him peeing blood » at least 1 concussion » a torn labrum in his throwing shoulder » and this mysterious calf/ankle issue that led to this — Zak Keefer (@zkeefer) August 25, 2019Eftirmaður Manning Luck var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2012. Þegar það varð ljóst að Colts ætti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og myndi fá Luck ákvað liðið að endurnýja ekki samning þess við Peyton Manning, einn besta leikstjóranda í sögu NFL-deildarinnar. Manning hafði verið hjá Colts í þrettán ár og unnið einn Super Bowl titil með liðinu. Manning samdi við Denver Broncos og bætti einum titli við í safnið áður en hann hætti þremur árum síðar. Luck kom Colts í úrslitakeppnina fyrstu þrjú ár sín í deildinni og bjart fram undan hjá stuðningsmönnum liðsins. En eftir því sem meiðsli Luck ágerðust hallaði undan fæti og liðið komst aldrei á almennilegt flug. Bandaríkin NFL Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, tilkynnti skyndilega í gærkvöldi að hann hefði ákveðið að hætta að spila íþróttina. Luck er aðeins 29 ára og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar á þeim sjö árum sem hann hefur verið á mála hjá Colts. Bandarískir fjölmiðlar virðast á einu máli að um aldrei áður hefur ákvörðun leikmanns um að hætta í NFL-deildinni vakið jafn mikla athygli. Luck er á besta aldri en hefur þó síðustu ár þurft að glíma við þrálát meiðsli. Í sumar hefur hann verið meiddur í kálfa og ökkla sem reyndist síðasta hálmstráið. „Í sannleika sagt er þetta erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni,“ sagði Luck við fréttamenn eftir æfingaleik Colts og Chicago Bears í gærkvöldi. „En þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ „Síðustu fjögur ár hef ég verið í síendurtekni ferli með meiðsli, sársauka og endurhæfingu. Því hefur aldrei linnt, hvort sem keppnistímabilið hefur verið í gangi eða ekki. Mér leið eins og ég væri fastur í þessu ferli. Eina leiðin út úr því er að hætta að spila fótbolta.“Andrew Luck announces his retirement from the @NFL. https://t.co/PK9ADYBuOX — Indianapolis Colts (@Colts) August 25, 2019Væntingarnar hrynja Luck spilaði ekkert árið 2017 vegna erfiðra meiðsla í öxl. Þá efuðust sumir um að Andrew Luck ættu endurkvæmt en hann sneri þó aftur í fyrra og spilaði frábærlega. Hann var með rúma 4500 sendingajarda og átti 39 snertimarkssendingar. Luck kom Colts í úrslitakeppnina og duldist engum að þar var einn besti leikmaður NFL-deildarinnar kominn aftur. Colts var þess fyrir utan skipað frábærum leikmönnum í flestum stöðum, sérstaklega í vörn. Ef að Luck hefði verið heill væri Colts eitt þeirra liða sem ættu góðan möguleika á að fara alla leið í Super Bowl í ár. Án hans, hins vegar, minnka þeir möguleikar til muna.Jacoby Brissett tekur nú við leikstjórnendastöðu Colts af Andrew Luck.Vísir/GettyJacoby Brissett hefur verið varamaður Luck síðustu ár og mun nú taka við byrjunarliðsstöðunni. Brissett hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína á undirbúningstímabilinu í ár en enginn reiknar þó með að hann geti fyllt skarðið almennilega sem Luck skilur eftir sig. Það er á færi örfárra leikmanna í deildinni allri.Eina leiðin fyrir mig er að hætta Luck byrjaði að finna fyrir meiðslum í kálfa í apríl. Það var ekki látið mikið með þau í byrjun en tíminn leið og aldrei náði Luck að hrista þau af sér. Fyrir stuttu var svo greint frá því að meiðslin sem Luck væri að eiga við væru í ökkla. „[Meiðslin] gerðu það að verkum að ég hætti að njóta þess að stunda þessa íþrótt. Ég spilaði verkjaður árið 2016 og gat ekki æft reglulega. Ég lofaði mér þá að leggja það aldrei á mig aftur. Nú er ég aftur kominn í svipaða stöðu og þá er eina leiðin fyrir mig að hætta,“ sagði Luck. „Ég er kominn að tímamótum og þarf að velja. Ég strengdi þess heit að velja sjálfan mig.“Physical toll on Andrew Luck through 6 NFL seasons: » Torn cartilage in 2 ribs » partially torn abdomen » a lacerated kidney that left him peeing blood » at least 1 concussion » a torn labrum in his throwing shoulder » and this mysterious calf/ankle issue that led to this — Zak Keefer (@zkeefer) August 25, 2019Eftirmaður Manning Luck var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2012. Þegar það varð ljóst að Colts ætti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og myndi fá Luck ákvað liðið að endurnýja ekki samning þess við Peyton Manning, einn besta leikstjóranda í sögu NFL-deildarinnar. Manning hafði verið hjá Colts í þrettán ár og unnið einn Super Bowl titil með liðinu. Manning samdi við Denver Broncos og bætti einum titli við í safnið áður en hann hætti þremur árum síðar. Luck kom Colts í úrslitakeppnina fyrstu þrjú ár sín í deildinni og bjart fram undan hjá stuðningsmönnum liðsins. En eftir því sem meiðsli Luck ágerðust hallaði undan fæti og liðið komst aldrei á almennilegt flug.
Bandaríkin NFL Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira