Áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi horfa á svæði á norðurslóðum Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2019 18:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst telur það vera áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi á borð við Bandaríkin séu farin að horfa á svæði á norðurslóðum. Skyndilegur áhugi Donald Trump Bandaríkjaforseta á Grænlandi hafi fært málefni landsins og norðurslóða í kastljósið en hafi um leið sýnt afstöðu forsetans til íbúa Grænlands. „Þetta er auðvitað svæði sem er í gríðarlega mikilli deiglu, auðvitað út af loftslagsbreytingum, en ekki aðeins þess vegna, heldur líka vegna þess að þarna eru bara gríðarlega spennandi landsvæði og ekki síður samfélög,“ sagði Eiríkur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Þarna er fólk sem er að leita sér að auknum umsvifum og betri lífskjörum og vill sækja sér það á einhvern hátt til umheimsins og í samstarfi við ýmsa, t.a.m. Kínverja og einhverju leyti okkur hér. Þeir eru farnir að líta víðar en til Danmerkur.“ „Þessi aðför öll um að kaupa Grænland, hún er auðvitað „absúrd.“ Það er hugtakið sem Mette Frederiksen notaði til að lýsa því og reitti Donald Trump svona til reiði,“ sagði Eiríkur enn fremur.Eins og að Íslendingar keyptu Manhattan Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York: „Þetta er svona álíka möguleg hugmynd og við myndum bjóðast til að kaupa Manhattan. Þú kaupir ekki annarra manna samfélög í nútímanum. Það var gert hér áður fyrr á nýlendutímanum en það er löngu liðin tíð.“ Aðspurður hvort meira liggi að baki því að Bandaríkjastjórn virðist veita norðurslóðum meiri áhuga nú en oft áður, segir Eiríkur hluta af því vera það að Rússland lítur á heimskautið sem sitt heimasvæði: „Utanríkisráðherra Rússlands sagði einhvern tímann að norðurskautið væri rússneskt. Það er líka þetta gamla stórveldakapplaup sem er að einhverju leyti farið af stað og Bandaríkin eru jú farin að líta í mjög auknum mæli til Grænlands og norðurslóðanna.“ „Nú segir Trump að hann vilji setja upp ræðisskrifstofu í Nuuk. Allt er þetta til marks um aukið mikilvægi Grænlands og norðurslóða.“ „Fyrir þessar smáþjóðir sem ekki hafa mikla möguleika á valdbeitingu sér til varnar, þá er auðvitað ákveðið áhyggjuefni hvernig heimsveldin eru einhvern veginn farin að líta á þessi svæði. Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir Grænlendinga að forseti Bandaríkjanna telji þeirra mál vera eitthvað sem hann getur átt bara tvíhliða samtal við forsætisráðherra Danmerkur um. Það lýsir ákveðinni afstöðu til stöðu fólksins á Grænlandi og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á því að fólkið sem þarna er á auðvitað svæðið og það ber að ræða allt við það sem því við kemur.“ Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Norðurslóðir Sprengisandur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst telur það vera áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi á borð við Bandaríkin séu farin að horfa á svæði á norðurslóðum. Skyndilegur áhugi Donald Trump Bandaríkjaforseta á Grænlandi hafi fært málefni landsins og norðurslóða í kastljósið en hafi um leið sýnt afstöðu forsetans til íbúa Grænlands. „Þetta er auðvitað svæði sem er í gríðarlega mikilli deiglu, auðvitað út af loftslagsbreytingum, en ekki aðeins þess vegna, heldur líka vegna þess að þarna eru bara gríðarlega spennandi landsvæði og ekki síður samfélög,“ sagði Eiríkur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Þarna er fólk sem er að leita sér að auknum umsvifum og betri lífskjörum og vill sækja sér það á einhvern hátt til umheimsins og í samstarfi við ýmsa, t.a.m. Kínverja og einhverju leyti okkur hér. Þeir eru farnir að líta víðar en til Danmerkur.“ „Þessi aðför öll um að kaupa Grænland, hún er auðvitað „absúrd.“ Það er hugtakið sem Mette Frederiksen notaði til að lýsa því og reitti Donald Trump svona til reiði,“ sagði Eiríkur enn fremur.Eins og að Íslendingar keyptu Manhattan Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York: „Þetta er svona álíka möguleg hugmynd og við myndum bjóðast til að kaupa Manhattan. Þú kaupir ekki annarra manna samfélög í nútímanum. Það var gert hér áður fyrr á nýlendutímanum en það er löngu liðin tíð.“ Aðspurður hvort meira liggi að baki því að Bandaríkjastjórn virðist veita norðurslóðum meiri áhuga nú en oft áður, segir Eiríkur hluta af því vera það að Rússland lítur á heimskautið sem sitt heimasvæði: „Utanríkisráðherra Rússlands sagði einhvern tímann að norðurskautið væri rússneskt. Það er líka þetta gamla stórveldakapplaup sem er að einhverju leyti farið af stað og Bandaríkin eru jú farin að líta í mjög auknum mæli til Grænlands og norðurslóðanna.“ „Nú segir Trump að hann vilji setja upp ræðisskrifstofu í Nuuk. Allt er þetta til marks um aukið mikilvægi Grænlands og norðurslóða.“ „Fyrir þessar smáþjóðir sem ekki hafa mikla möguleika á valdbeitingu sér til varnar, þá er auðvitað ákveðið áhyggjuefni hvernig heimsveldin eru einhvern veginn farin að líta á þessi svæði. Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir Grænlendinga að forseti Bandaríkjanna telji þeirra mál vera eitthvað sem hann getur átt bara tvíhliða samtal við forsætisráðherra Danmerkur um. Það lýsir ákveðinni afstöðu til stöðu fólksins á Grænlandi og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á því að fólkið sem þarna er á auðvitað svæðið og það ber að ræða allt við það sem því við kemur.“
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Norðurslóðir Sprengisandur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57