Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2019 20:56 Stálbogabrúin er 78 metra löng. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. Fjögur ár verða þá liðin frá því gamla brúin eyðilagðist í Skaftárhlaupi. Mannvirkin mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Menn segja að gamla brúin hangi ennþá uppi á lyginni og svo mikið er árbakkinn sprunginn í kringum hana að hann er beinlínis varasamur. Síðustu fjögur ár hefur rútum og vörubílum verið bannað að aka yfir brúna, þar hefur gilt fimm tonna hámarksþungi. En núna sjá menn loksins fram á að samgöngur við Skaftártungu komist í eðlilegt horf, - ný brú er risin. Nýja brúin er skammt neðan þeirrar gömlu. Í Skaftárhlaupinu fyrir fjórum árum var gljúfrið í beygjunni bakkafullt.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp hvernig umhorfs var við nýja brúarstæðið fyrir fjórum árum þegar Skaftárhlaupið var í sínum mesta ham. Vegagerðarmenn vonast þó til að nýja brúin standi af sér slíka ógnarkrafta næstu aldir. Smíði hennar hófst haustið 2018 þegar undirstöður voru steyptar. Stálbogabrúin sjálf var smíðuð í Póllandi en flutt til Íslands í bútum og sett saman á staðnum. Síðan var hún dregin yfir ána. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi. Framundan er að mála brúna og ljúka vegagerð að henni. Nýir vegarkaflar verða um 900 metra langir.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Verktakinn Munck annast brúarsmíðina en Framrás í Vík leggur vegina að henni. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnússyni hjá Vegagerðinni. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi og vegagerð á að vera lokið 1. nóvember en Einar segir líklegast að brúin verði opnuð í október. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá 2015 Samgöngur Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. Fjögur ár verða þá liðin frá því gamla brúin eyðilagðist í Skaftárhlaupi. Mannvirkin mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Menn segja að gamla brúin hangi ennþá uppi á lyginni og svo mikið er árbakkinn sprunginn í kringum hana að hann er beinlínis varasamur. Síðustu fjögur ár hefur rútum og vörubílum verið bannað að aka yfir brúna, þar hefur gilt fimm tonna hámarksþungi. En núna sjá menn loksins fram á að samgöngur við Skaftártungu komist í eðlilegt horf, - ný brú er risin. Nýja brúin er skammt neðan þeirrar gömlu. Í Skaftárhlaupinu fyrir fjórum árum var gljúfrið í beygjunni bakkafullt.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp hvernig umhorfs var við nýja brúarstæðið fyrir fjórum árum þegar Skaftárhlaupið var í sínum mesta ham. Vegagerðarmenn vonast þó til að nýja brúin standi af sér slíka ógnarkrafta næstu aldir. Smíði hennar hófst haustið 2018 þegar undirstöður voru steyptar. Stálbogabrúin sjálf var smíðuð í Póllandi en flutt til Íslands í bútum og sett saman á staðnum. Síðan var hún dregin yfir ána. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi. Framundan er að mála brúna og ljúka vegagerð að henni. Nýir vegarkaflar verða um 900 metra langir.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Verktakinn Munck annast brúarsmíðina en Framrás í Vík leggur vegina að henni. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnússyni hjá Vegagerðinni. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi og vegagerð á að vera lokið 1. nóvember en Einar segir líklegast að brúin verði opnuð í október. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá 2015 Samgöngur Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00
Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47
Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22