Eric Cantona fær forsetaverðlaun UEFA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 10:15 Eric Cantona. Getty/ Ross Kinnaird Eric Cantona, fyrrum stórstjarna Manchester United og leikmaður franska landsliðsins, verður heiðraður sérstaklega þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó á fimmtudaginn. Eric Cantona fær þar afhent forsetaverðlaun UEFA fyrir vinnu sína við það að gera líf annarra betra. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur verið mjög hrifinn af því sem Eric Cantona hefur gert síðan að hann setti knattspyrnuskó sína upp á hillu. Eric Cantona er nú 53 ára gamall en hann lék sinn síðasta leik á ferlinum með Manchester United vorið 1997. Cantona náði því að leika 45 landsleiki fyrir Frakka frá 1987 til 1995.Eric Cantona will receive the 2019 UEFA President's Award at the #UCLdraw in Monaco What a player #UCLpic.twitter.com/WVHx9XhxjX — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 27, 2019 „Þetta eru ekki aðeins verðlaun fyrir hans feril sem fótboltamanns þar sem hann var í hæsta gæðaflokki, heldur erum við einnig að heiðra hann fyrir þá persónu sem hann er,“ hefur BBC eftir Aleksander Ceferin. „Hann er í mínum augum, maður sem stendur vörð um það sem hann trúir á, maður sem segir sína skoðun og maður sem setur hjarta og sál í þau málefni sem hann styður,“ bætti Ceferin við."This award not only recognises his career as a player of the highest calibre, but also honours him for the person he is." Eric Cantona will be awarded the Uefa President's Award for his commitment to helping improve the lives of others. More: https://t.co/LtvTInAm9ypic.twitter.com/hmEpIEkwiD — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019Eric Cantona vann ensku úrvalsdeildina fyrst með Leeds árið 1992 en hann vann hana síðan fjórum sinnum á fimm tímabilum með Manchester United frá 1993 til 1997. Hann var aðeins þrítugur þegar hann hætti óvænt vorið 1997. Aðrir sem hafa fengið forsetaverðlaun UEFA eru kappar eins og David Beckham, Johan Cruyff, Bobby Charlton, Franz Beckenbauer, Bobby Robson og Paolo Maldini.Eric Cantona skoraði 64 mörk í 143 deildarleikjum fyrir Manchester United.Getty/Ross Kinnaird Enski boltinn Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Eric Cantona, fyrrum stórstjarna Manchester United og leikmaður franska landsliðsins, verður heiðraður sérstaklega þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó á fimmtudaginn. Eric Cantona fær þar afhent forsetaverðlaun UEFA fyrir vinnu sína við það að gera líf annarra betra. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur verið mjög hrifinn af því sem Eric Cantona hefur gert síðan að hann setti knattspyrnuskó sína upp á hillu. Eric Cantona er nú 53 ára gamall en hann lék sinn síðasta leik á ferlinum með Manchester United vorið 1997. Cantona náði því að leika 45 landsleiki fyrir Frakka frá 1987 til 1995.Eric Cantona will receive the 2019 UEFA President's Award at the #UCLdraw in Monaco What a player #UCLpic.twitter.com/WVHx9XhxjX — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 27, 2019 „Þetta eru ekki aðeins verðlaun fyrir hans feril sem fótboltamanns þar sem hann var í hæsta gæðaflokki, heldur erum við einnig að heiðra hann fyrir þá persónu sem hann er,“ hefur BBC eftir Aleksander Ceferin. „Hann er í mínum augum, maður sem stendur vörð um það sem hann trúir á, maður sem segir sína skoðun og maður sem setur hjarta og sál í þau málefni sem hann styður,“ bætti Ceferin við."This award not only recognises his career as a player of the highest calibre, but also honours him for the person he is." Eric Cantona will be awarded the Uefa President's Award for his commitment to helping improve the lives of others. More: https://t.co/LtvTInAm9ypic.twitter.com/hmEpIEkwiD — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019Eric Cantona vann ensku úrvalsdeildina fyrst með Leeds árið 1992 en hann vann hana síðan fjórum sinnum á fimm tímabilum með Manchester United frá 1993 til 1997. Hann var aðeins þrítugur þegar hann hætti óvænt vorið 1997. Aðrir sem hafa fengið forsetaverðlaun UEFA eru kappar eins og David Beckham, Johan Cruyff, Bobby Charlton, Franz Beckenbauer, Bobby Robson og Paolo Maldini.Eric Cantona skoraði 64 mörk í 143 deildarleikjum fyrir Manchester United.Getty/Ross Kinnaird
Enski boltinn Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira