Segir það ekki stefnu Reykjavíkurborgar að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:15 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um matarstefnu Reykjavíkurborgar, segir það ekki stefnu borgarinnar eða meirihlutans í borgarstjórn að taka kjöt og fisk alfarið af matseðlinum í skólamötuneytum. Stefnan sé þvert á móti að auka framboðið á matseðlinum, það er að hætta ekki að bjóða upp á kjöt eða fisk heldur bjóða upp á grænmetisfæði í meiri mæli en nú er. Heiða Björg ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það vakti mikla athygli um helgina þegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði það vera samnefnara mannréttindastefnu, matarstefnu og aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum að fækka eða hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum um að hætta með kjötdaga í mötuneytum borgarinnar en Heiða Björg segir það ekki standa til. „Öll umræða um mat hreyfir við fólki en við höfum að sjálfsögðu ekki ætlað að banna kjöt eða fisk hjá Reykjavíkurborg og það er kannski það sem er mikilvægt að leiðrétta.“Grunnskólabörn hafi val um grænmetisfæði Enginn sé að fara þá leið að banna neitt. „En það er að auka val og valmöguleika fólks til þess að velja sér mat og vistvænni mat. Það er aðeins byrjað að tala um jarðheilsufæði, það sem er hollt fyrir okkur og það sem er hollt fyrir jörðina,“ segir Heiða Björg. Hún segir flesta starfsmenn borgarinnar hafa val um grænmetisrétt í mötuneytunum. Henni finnist eðlilegt að grunnskólabörn hafi sama val. „Þá þurfum við að fjárfesta í þekkingu inn í eldhúsin, bjóða þeim menntun og oft bæta aðstöðu því að stundum er aðstaðan í eldhúsunum hjá þeim ekkert kannski þannig að þeir geti boðið upp á mjög fjölbreyttan mat eða tvo rétti,“ segir Heiða Björg. Aðspurð hvort það hafi verið kannað hvað börnin vilja sjálf segir hún fleiri og fleiri börn vilja grænmetisfæði. „Þetta er meðal annars ein af áskorununum sem kom frá þeim í þessum föstudagsmótmælum síðasta vetur og fleiri og fleiri sem heimta núna að við bjóðum upp á þetta.“Unnið að því að fá fjármagn til að hrinda matarstefnu í framkvæmd Þá segir Heiða Björg að andstaða almennings yrði mun harkalegri en verið hefur í umræðunni nú ef Reykjavíkurborg ætlaði að banna kjöt. „Ég held við eigum ekki að banna neitt en við þurfum klárlega að huga betur að því sem við erum að bjóða, bjóða upp á gæðavöru, sjálfbærni og meira grænmeti. Ég held að ef við ætluðum að fara þá leið að banna þetta þá held ég að umræðan yrði enn harkalegri,“ segir Heiða Björg. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í fyrra og segir Heiða Björg nú unnið að því að fá fjármagn til að koma henni í framkvæmd. „Stærsti kostnaðurinn við þetta er í rauninni fræðsla og aðstaða í eldhúsum og ég vona innilega að við fáum fjármagn í þetta núna, þetta hleypi lífi í minni- og meirihluta og allir verði áhugasamir um mataræði,“ segir Heiða Björg. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01 Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46 Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hjólar í Eyþór Arnalds og segir hann stökkva á öll tækifæri til að skruma Borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík dró hvergi undan í pistli sem hún skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn í morgun. 27. ágúst 2019 12:01
Grænmetisvæðing borgarinnar fer fyrir brjóstið á bændum Bændur telja misráðið að vilja úthýsa kjötmeti úr mötuneytum borgarinnar. 26. ágúst 2019 11:46
Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. 26. ágúst 2019 19:15