Satt og logið um þriðja orkupakkann Starri Reynisson skrifar 28. ágúst 2019 10:21 Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Starri Reynisson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun