Mikil ókyrrð á Keflavíkurflugvelli vegna breytinga á vaktakerfi starfsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 14:13 Breytingarnar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. FBL/ERnir Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira