Liðin sem Liverpool, Man. City, Chelsea og Tottenham geta dregist gegn í Meistaradeildinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Liverrpool vann Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Getty/Ian MacNicol Bestu félagslið Evrópu fá að vita það í dag hvernig riðlarnir í Meistaradeildinni munu líta út en þá verður dregið í riðlakeppnina í Mónakó. Síðustu liðin tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í gærkvöldi og þar með var endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út. Drátturinn fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér inn á Vísi.Good morning It's #UCLdraw day! The draw & #UEFAawards ceremony begins at 18:00 CEST and will be streamed live on https://t.co/sQezPQoaea. pic.twitter.com/ttvjyoNhsd — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 29, 2019 Ensku liðin í pottinum verða Evrópumeistarar Liverpool, Englandsmeistarar Manchester City, Evrópudeildarmeistarar Chelsea og silfurlið Tottenham frá því í Meistaradeildinni í fyrra. 26 af 32 liðum í riðlakeppninni komust þangað beint en hin sex fóru í gegnum undankeppnina. Ensku liðin komust öll beint inn að þessu sinni. Þrjú af ensku liðunum fjórum eru í fyrsta styrkleikaflokki eða Liverpool, Manchester City og Chelsea sem þýðir að þau sleppa við það að mæta stórliðum eins og Barcelona, Juventus, Bayern München og Paris Saint-Germain. Tottenham er í öðrum styrkleikaflokki og þar eru flott lið eins og Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli og Ajax. Liverpool, Manchester City og Chelsea geta því öll lent í riðli með spænsku liðunum Real Madrid eða Atletico Madrid. Það er ljóst að Tottenham getur ekki í lent í riðli með hinum ensku liðunum í potti eitt því það er bannað. Alveg eins getur Barcelona ekki lent í riðli með Real Madrid eða Atletico Madrid.Styrkleikaflokkarnir líta þannig út og nú er bara að finna draumariðilinn og kannski dauðariðilinn líka:Fyrsti styrkleikaflokkur: Liverpool, Chelsea, Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern München, Paris Saint-Germain, Zenit St PetersburgAnnar styrkleikaflokkur: Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakhtar Donetsk, Tottenham, Ajax, BenficaÞriðji styrkleikaflokkur: Lyon, Bayer Leverkusen, Salzburg, Olympiakos, Club Brugge, Valencia, Internazionale Milanó, Dinamo ZagrebFjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva, Genk, Galatasaray, RB Leipzig, Slavia Prag, Rauða Stjarnan Belgrad, Atalanta, Lille Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september en hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.CONFIRMED: #UCLdraw pots! Pick the strongest team from each pic.twitter.com/D06AiDU5NA — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 28, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Bestu félagslið Evrópu fá að vita það í dag hvernig riðlarnir í Meistaradeildinni munu líta út en þá verður dregið í riðlakeppnina í Mónakó. Síðustu liðin tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í gærkvöldi og þar með var endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út. Drátturinn fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér inn á Vísi.Good morning It's #UCLdraw day! The draw & #UEFAawards ceremony begins at 18:00 CEST and will be streamed live on https://t.co/sQezPQoaea. pic.twitter.com/ttvjyoNhsd — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 29, 2019 Ensku liðin í pottinum verða Evrópumeistarar Liverpool, Englandsmeistarar Manchester City, Evrópudeildarmeistarar Chelsea og silfurlið Tottenham frá því í Meistaradeildinni í fyrra. 26 af 32 liðum í riðlakeppninni komust þangað beint en hin sex fóru í gegnum undankeppnina. Ensku liðin komust öll beint inn að þessu sinni. Þrjú af ensku liðunum fjórum eru í fyrsta styrkleikaflokki eða Liverpool, Manchester City og Chelsea sem þýðir að þau sleppa við það að mæta stórliðum eins og Barcelona, Juventus, Bayern München og Paris Saint-Germain. Tottenham er í öðrum styrkleikaflokki og þar eru flott lið eins og Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli og Ajax. Liverpool, Manchester City og Chelsea geta því öll lent í riðli með spænsku liðunum Real Madrid eða Atletico Madrid. Það er ljóst að Tottenham getur ekki í lent í riðli með hinum ensku liðunum í potti eitt því það er bannað. Alveg eins getur Barcelona ekki lent í riðli með Real Madrid eða Atletico Madrid.Styrkleikaflokkarnir líta þannig út og nú er bara að finna draumariðilinn og kannski dauðariðilinn líka:Fyrsti styrkleikaflokkur: Liverpool, Chelsea, Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern München, Paris Saint-Germain, Zenit St PetersburgAnnar styrkleikaflokkur: Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakhtar Donetsk, Tottenham, Ajax, BenficaÞriðji styrkleikaflokkur: Lyon, Bayer Leverkusen, Salzburg, Olympiakos, Club Brugge, Valencia, Internazionale Milanó, Dinamo ZagrebFjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva, Genk, Galatasaray, RB Leipzig, Slavia Prag, Rauða Stjarnan Belgrad, Atalanta, Lille Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september en hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.CONFIRMED: #UCLdraw pots! Pick the strongest team from each pic.twitter.com/D06AiDU5NA — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 28, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira