Líklegt að uppáhalds hershöfðingi Napóelons hafi fundist undir dansgólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 13:13 Napóleon fer yfir Alpana, málverk eftir Jacques-Louis David. Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni. BBC fjallar um málið. Fornleifafræðingar fundu fyrr í sumar leifar af beinagrind en augljóslega mátti sjá að á hana vantaði aðra löppina. Stemmir það við frásagnir af dauða Gudin sem herma að fjarlægja hafi þurft aðra löppina eftir að hann varð fyrir fallbyssukúlu við Smolensk árið 1812. Hann lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Teymi fornleifafræðinga hefur leitað af jarðneskum leifum hans frá því í vor en fyrr í sumar fundust leifarnar sem nú er verið að rannsaka í kofa í almenningsgarði við Smolensk, nánar tiltekið undir dansgólfi.Charles Étienne Gudin was a childhood friend of Napoleon’s and they studied together at the Military School in Brienne, in Champagne https://t.co/KqDFvI0n90 — The Times (@thetimes) August 28, 2019 Gudin var einn virtasti hershöfðingi Frakklandshers er hann lést, en hann útskrifaðist úr sama herskóla og Napóelon Bónaparte, sem var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1814, og aftur um skamma hríð ári síðar. Undir hans stjórn lagðist Frakkland í mikla landvinninga, og gerði her hans meðal innrás í Rússland, þar sem Gudin lést. Talið er að innrásarher Napóleons hafi talið 400 þúsund hermenn og bjóst hann sjálfur við fljótunnum sigri. Annað kom á daginn og að lokum þurfti herinn að hörfa frá Rússlandi. Eftir að Gudin lést var hjarta hans flutt til Parísar þar sem var grafið, en nafns má finna víða í höfuðborg Frakklands. Er nafn hans grafið í Sigurbogann, líkneski af honum má finna í Versölum auk þess sem að gata í París er nefnd eftir honum. Aldrei var þó vitað með vissu hvar lík hans var niðurkomið og vona vísindamennirnir að DNA-prófið staðfesti að um lík Gudin sé að ræða og muni því aldargöml ráðgáta um hvar hann hafi hvílt öll þessi ár leysast. Fornminjar Frakkland Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni. BBC fjallar um málið. Fornleifafræðingar fundu fyrr í sumar leifar af beinagrind en augljóslega mátti sjá að á hana vantaði aðra löppina. Stemmir það við frásagnir af dauða Gudin sem herma að fjarlægja hafi þurft aðra löppina eftir að hann varð fyrir fallbyssukúlu við Smolensk árið 1812. Hann lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Teymi fornleifafræðinga hefur leitað af jarðneskum leifum hans frá því í vor en fyrr í sumar fundust leifarnar sem nú er verið að rannsaka í kofa í almenningsgarði við Smolensk, nánar tiltekið undir dansgólfi.Charles Étienne Gudin was a childhood friend of Napoleon’s and they studied together at the Military School in Brienne, in Champagne https://t.co/KqDFvI0n90 — The Times (@thetimes) August 28, 2019 Gudin var einn virtasti hershöfðingi Frakklandshers er hann lést, en hann útskrifaðist úr sama herskóla og Napóelon Bónaparte, sem var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1814, og aftur um skamma hríð ári síðar. Undir hans stjórn lagðist Frakkland í mikla landvinninga, og gerði her hans meðal innrás í Rússland, þar sem Gudin lést. Talið er að innrásarher Napóleons hafi talið 400 þúsund hermenn og bjóst hann sjálfur við fljótunnum sigri. Annað kom á daginn og að lokum þurfti herinn að hörfa frá Rússlandi. Eftir að Gudin lést var hjarta hans flutt til Parísar þar sem var grafið, en nafns má finna víða í höfuðborg Frakklands. Er nafn hans grafið í Sigurbogann, líkneski af honum má finna í Versölum auk þess sem að gata í París er nefnd eftir honum. Aldrei var þó vitað með vissu hvar lík hans var niðurkomið og vona vísindamennirnir að DNA-prófið staðfesti að um lík Gudin sé að ræða og muni því aldargöml ráðgáta um hvar hann hafi hvílt öll þessi ár leysast.
Fornminjar Frakkland Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira