Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:45 Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. Samsett mynd/ Samúel Karl/ Getty Sjúkraþyrlurnar sem sáust á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu síðdegis tengjast heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, en hann segir að sjúkraþyrlurnar séu í eigu bandaríska hersins en þeim var flogið hingað til lands í vikunni og verða til taks þegar varaforsetinn kemur til landsins 4. september næstkomandi. Ásgeir segir þá einnig að Landhelgisgæslunni standi til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru hér á landi. Þyrlurnar eru af gerðinni Sirkorsky H-60 og eru sérútbúnar sjúkraþyrlur. Flugdeild Landhelgisgæslunnar mun koma að öryggisgæslu vegna heimsóknar varaforsetans ásamt séraðgerða- og sprengjueyðingarsviði.Bandaríska leyniþjónustan komin til landsinsÍ frétt sem birtist á mbl.is síðdegis kom fram að hingað til lands væru komnir fulltrúar frá bandarísku leyniþjónustunni (US Secret Service) sem ber ábyrgð á öryggi varaforsetans. Heimildir mbl.is herma að um nokkra tugi einstaklinga sé að ræða. Sömu heimildir herma að leyniþjónustan vinni náið með ríkislögreglustjóra, utanríkisráðuneytinu og sendiráði Bandaríkjanna. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kom fram að ráðuneytinu væri ekki heimilt að veita upplýsingar um fyrirkomulag gæslu í tengslum við heimsóknina.Vísir greindi frá því í dag að sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit hefði staldrað við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15 Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. 23. ágúst 2019 16:28 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Sjúkraþyrlurnar sem sáust á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu síðdegis tengjast heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, en hann segir að sjúkraþyrlurnar séu í eigu bandaríska hersins en þeim var flogið hingað til lands í vikunni og verða til taks þegar varaforsetinn kemur til landsins 4. september næstkomandi. Ásgeir segir þá einnig að Landhelgisgæslunni standi til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru hér á landi. Þyrlurnar eru af gerðinni Sirkorsky H-60 og eru sérútbúnar sjúkraþyrlur. Flugdeild Landhelgisgæslunnar mun koma að öryggisgæslu vegna heimsóknar varaforsetans ásamt séraðgerða- og sprengjueyðingarsviði.Bandaríska leyniþjónustan komin til landsinsÍ frétt sem birtist á mbl.is síðdegis kom fram að hingað til lands væru komnir fulltrúar frá bandarísku leyniþjónustunni (US Secret Service) sem ber ábyrgð á öryggi varaforsetans. Heimildir mbl.is herma að um nokkra tugi einstaklinga sé að ræða. Sömu heimildir herma að leyniþjónustan vinni náið með ríkislögreglustjóra, utanríkisráðuneytinu og sendiráði Bandaríkjanna. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kom fram að ráðuneytinu væri ekki heimilt að veita upplýsingar um fyrirkomulag gæslu í tengslum við heimsóknina.Vísir greindi frá því í dag að sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit hefði staldrað við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford.
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15 Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. 23. ágúst 2019 16:28 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15
Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. 23. ágúst 2019 16:28
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15
Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12
Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13