Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Gígja Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 21:46 Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45