Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:40 Vel virðist fara á með félögunum, ef marka má Instagram-færslur þeirra í kvöld. Instagram/@teddysphotos Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. Sheeran og Fjallið birtu báðir myndefni frá fundinum á Instagram-reikningum sínum nú í kvöld. „Þegar maður er á Íslandi,“ skrifar Sheeran í sinni færslu en meðfylgjandi er mynd af Fjallinu þar sem hann lyftir söngvaranum yfir höfði sér. View this post on InstagramWhen in Iceland @thorbjornsson A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 1:02pm PDT Hafþór bætir um betur og birtir myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni. „Hann bað um það. Sem betur fer missti ég hann ekki, hann þarf að mæta í vinnuna í kvöld!!“ skrifar Hafþór, og vísar þar til tónleika Sheerans á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri tónleikar Sheerans í Reykjavík fóru fram við mikinn fögnuð þrjátíu þúsund tónleikagesta í gærkvöldi. View this post on InstagramHe asked for it. Luckily I didn’t drop him... He has to work tonight!! @teddysphotos A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 11, 2019 at 1:08pm PDT Vel virðist fara á með Hafþóri og Sheeran en ljóst er að sá fyrrnefndi er einn af fáum sem hefur fengið að hitta söngvarann á Íslandi yfir helgina. Þess má geta að báðir hafa kapparnir komið fram í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, Hafþór sem hinn ógurlegi Gregor Clegane, „Fjallið“, og Sheeran í heldur umdeildu gestahlutverki í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðarinnar. Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. Sheeran og Fjallið birtu báðir myndefni frá fundinum á Instagram-reikningum sínum nú í kvöld. „Þegar maður er á Íslandi,“ skrifar Sheeran í sinni færslu en meðfylgjandi er mynd af Fjallinu þar sem hann lyftir söngvaranum yfir höfði sér. View this post on InstagramWhen in Iceland @thorbjornsson A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 1:02pm PDT Hafþór bætir um betur og birtir myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni. „Hann bað um það. Sem betur fer missti ég hann ekki, hann þarf að mæta í vinnuna í kvöld!!“ skrifar Hafþór, og vísar þar til tónleika Sheerans á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri tónleikar Sheerans í Reykjavík fóru fram við mikinn fögnuð þrjátíu þúsund tónleikagesta í gærkvöldi. View this post on InstagramHe asked for it. Luckily I didn’t drop him... He has to work tonight!! @teddysphotos A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 11, 2019 at 1:08pm PDT Vel virðist fara á með Hafþóri og Sheeran en ljóst er að sá fyrrnefndi er einn af fáum sem hefur fengið að hitta söngvarann á Íslandi yfir helgina. Þess má geta að báðir hafa kapparnir komið fram í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, Hafþór sem hinn ógurlegi Gregor Clegane, „Fjallið“, og Sheeran í heldur umdeildu gestahlutverki í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðarinnar.
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00
Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. ágúst 2019 17:41